Færslur

Sýnir færslur frá janúar 21, 2007
Mynd
..::Rok og rigning::.. Ekki átti ég nú von á því að lenda í Íslensku haustveðri hérna á Kanaríeyjum en það er því miður staðreynd sem ég verð að sætta mig við. Hávaðarok og ausandi rigning er veðurlýsing sem passar þessum drottins degi, ekki hundi út sigandi þó veslings flækingshundarnir okkar þurfi að vera úti í þessu skítviðri. Þeir voru blautir og ræfilslegir verslingarnir þegar ég færði þeim afgangana í dag, hvolpræfilinn titraði og skalf eins og hrísla og það passar ágætlega að segja að greyið hafi verið hundblautur. Ekki fór rafalinn upp í dag en í kvöld var samt allt að verða klárt fyrir hífingu svo að vonandi fer hann upp á morgun og hinn niður. Við skruppum aðeins í bæinn í kvöld, kíktum aðeins heim til Reynis og litum á kisa og fórum svo út að borða á einhverjum Frönskum veitingastað, þar lá eitt stykki piparsteik og súkkulaðikaka á eftir. Við röltum svo aðeins um á eftir en það var hvergi neitt fólk, flestir hafa vit á að halda sig inni í svona skítviðri. Mynd dagsins er tek...
Mynd
..::Allt í hund og kött:.. Dagurinn í gær var ekki merkilegur, það var allt á fullu í Rafalaviðgerðinni og okkar menn voru að vinna í málningu og öðru sem fellur til, ásamt því að trollgengið okkar er á fullu á netaverkstæðinu. Fram undir hádegi rigndi eins og sturtað væri úr fötu en svo stytti upp, ég lagði land undir fót og rölti yfir í slippinn og heimsótti Geysismenn, þetta var 20min labb hvora leið og ágætis heilsubótarganga. Þegar ég kom til baka heimsótti ég hundana í portinu og gaf þeim nokkrar gamla pylsur sem þeir hökkuðu í sig, annars eru greyin mjög kurteisir og góðir, sjálfsagt hefur lífið hjá þessum greyjum ekki alltaf verið auðvelt og ber einn þess merki að hafa þurft að berjast fyrir sínu, en hvolpurinn er algjör dúlla og stendur alveg upp úr. Konan hans Reynis hefur verið á fullu í að reyna að redda okkur kettling en það er þrautin þyngri og greinilegt að þetta gengur ekki fyrir sig eins og á Íslandi, kannski sem betur fer. En það fannst lausn á þessu og kisi er fundin...
Mynd
..::Týpikal PornoDog::.. Komum til Las Palmas í nótt og vorum komnir upp að bryggju um ½ 2. Klukkan sjö í morgun var svo her manna mættur til að byrja á rafalaviðgerðinni og fór það verk af stað með trukki og dýfu. Eftir morgun matinn stautaði ég upp í brú og horfði yfir hafnarsvæðið sem var að vakna upp af nóttinni, á bryggjunni voru þrír hundar að snöfla,stærðarhlutföllin á þeim voru lítill minni minnstur. Ég fór niður í eldhús og safnaði saman einhverjum kjötafskurði úr rusladallinum og grýtti því svo upp á bryggju til hundanna, þeir voru alveg dillandi ánægðir með morgunmatinn og voru fljótir að gleypa þetta góðgæti í sig. Strákarnir á Geysi komu að heimsækja okkur og var margt að spá og spekúlera, það er alltaf af nógu að taka þegar menn hittast ;). Eftir hádegismatinn fékk ég mér bryggjurölt en það kennir ýmissa grasa í þessari höfn, allskyns fleytur af öllum stærðum og gerðum og gaman að rölta um og fylgjast með. Víða var verið að ditta að þessum pungum og greinilega misjafnt hv...
Mynd
..::Hvað er að!!!::.. Er ekki komið að því að fara út um víðan völl í villu og svima?. Byrjum á Hillary Clinton, ég styð framboð hennar heilshugar það væri sennilega eitt það besta sem gæti komið fyrir heimsbyggðina ef hún kæmist í stól Bandaríkjaforseta, ég held að það ætti ekki að vera mjög flókið fyrst vanvitinn Bush komst í þennan eftirsótta stól á sínum tíma. Miðað við þann skandal sem hann er búin að sýna í þessu embætti mæli ég eindregið með því að heimsbyggðin verðlauni hann með ferðalagi út í geiminn aðra leiðina, sé heldur enga ástæðu til að vera neitt að bíða með brottförina senda hann af stað á morgun.. Mér dettur alltaf í hug Api þegar ég sé myndir af Bush, einhvertímann sá ég grínmynd af þróun mannsins þar sem ferlið frá Apa til manns var gert úr mynd af Apa og Bush. Apinn smá ummyndaðist þangað til hann var orðin eins og Bush, þetta festist á mynniskubbnum í mér hehe og ég sé þetta alltaf fyrir mér þegar þessi morðóði drottnunargræðgis mannapi birtist í fréttum ;). Og þ...
Mynd
..::Drauma þrifsveitin::.. Þessari eilífðarlöndun okkar lauk loksins í gærkvöldi, mikið agalega var ég fegin að losna úr þeirri endaleysu hehe. Og þegar við loksins vorum lausir var brunað á fullu gasi norður til Nouadhibou, við komum þangað um eittleitið í dag og þar settum við blámennina í land, þeir fá smá frí núna en við þurfum að skreppa aðeins norður á Kanarí og láta kíkja aðeins á rafmagnsframleiðslubúnaðinn :(, vonandi ekkert stórmál en þarf samt að vera í lagi. Í gærkvöldi bauð Gummi upp á tónleika, það var Máritaníufrumsýning á Sálinni hans Jóns míns og Gospelkórnum, ég hef aldrei þolað Stebba Hilmars en Gospelgengið var ágætt og hélt þessu upp að mínu mati. Megi Guð vera sálu minni náðugur vegna þessara neikvæðu hugsana í garð Stefáns sem eftir allt er sjálfsagt ágætisdrengur þótt ég hafi aldrei þolað hann hehe. Um þrjúleitið í dag var svo ekki lengur til setunnar boðið og við höluðum upp krókinn og héldum áfram ferðalagi okkar til Kanaríeyja. Dagurinn hefur svo að mestu lei...
Mynd
..::Til hamingju með daginn::.. Eitthvað misfórst dagsskýrslan hjá mér í gær en ég hef fulla trú á að mér verði fyrirgefin yfirsjónin þar sem ég er svo góður drengur hehe. Við vorum að vinna við löndun í allan gærdaginn, fyrri dollan kláraðist rétt fyrir hádegi og sveif svo burt seglum þöndum (svona næstum því). Svo var haldið áfram með hina dolluna. Gummi trollari skrapp á tuðrunni yfir í Betuna og horfði á leik með strákunum þar, til gleði fyrir Gumma þá tapaði liðið hans. Í gærkvöld mætti svo bróðir Janus og múraði við okkur, hann þurfti að létta aðeins á sér olíu áður en hann fer í slippinn svo að við tökum einhver sopa úr honum. Strákarnir á Janusi komu svo í heimsókn og sátu þeir og spjölluðu langt fram eftir kvöldi, á meðan bunaði svarta gullið í mallakútinn á Síriusi. Í dag er svo litli pjakkurinn minn 14ára, já tíminn líður ótrúlega hratt. Ég talaði aðeins við hann í morgun en þá voru þeir vinirnir að fara á snjóbretti inn í Hlíðarfjall, ég get vel ímyndað mér að það verði gam...