..::Heilalaus::..
Það er lítið að segja í dag og ég er alveg Heilalaus fyrir blogginu, kem ekki staf á blað, sennilega er sú litla glóra sem til var fokin veg allrar veraldar ;).
Það var þokkalegasta veður fram að hádegi í dag en þá fauk blíðan burt í særokinu. Trolldruslan andvarpaði og var hvíldinni á dekkinu fegin. Rækjutroll verða yfirleitt ekki eldri en tveggja ára, svo að ef maðurinn lifir að jafnaði áttatíu ár þá ætti trolldruslan okkar að vera um það bil fjögurhundruð og áttatíu ára umreiknað yfir í mannsár ,) og miðað við þá staðreynd þá þarf engin að vera hissa á að druslan andvarpi að loknu dagsverki ;).
Annars er ekkert í fréttum héðan, túrinn styttist smá saman og er maður farin að sjá fyrir endann á að fyrri hálfleik úthaldsins, en það eru eitthvað um níu dagar eftir af þessum túr.
Þetta verður að duga ykkur í dag.
Bið Guð almáttugan að vaka yfir ykkur. Munið eftir að vera þæg og góð við allt og alla, líka ljótu og leiðinlegu hrekkjusvínin ;). Öll erum við jö...
Færslur
Sýnir færslur frá janúar 11, 2004
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Þvottavél hvað?::..
Frummaðurinn skreið um á fjórum samkvæmt kenningu fræðinganna, svo fór skepnan smátt og smátt að rétta úr sér og endaði með því að ganga upprétt með afturfæturna á jörðinni. Mannskepnunni virðist orðið eðlislægt að hafa fæturna á jörðinni hvort sem hún er Gul Rauð Svört eða Hvít, og í flestum löndum snýr fótabúnaðurinn niður þegar mannskepnan ber sig um. Svo koma skordýrin og einhver skriðdýr sem gengið geta á veggjum og neðan í loftum. Ekki veit ég hvort um einhverja stökkbreytingu er að ræða hér um borð en svo virðist sem þeir einstaklingar sem búa í þessari skútu séu búnir að tileinka sér veggjagöngu eins og maður hélt að skordýrum væri einum lagið, þetta gengur það bara býsna vel hjá sumum ;). Þróunin gengur hratt fyrir sig hérna og hver veit nema við getum gengið neðan í loftum áður en þessum túr líkur ,). Þetta eins og við séum fastir í tromlunni á þvottavél sem aldrei ætlar að verða búin að þvo ;).......allt hyskið veltist um innan í tromlunni hundblaut...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..:Andveltigeymir og fl::..
Andveltigeymir er efstur á óskalistanum hjá mér í dag, sumir kalla þetta veltitank sem er náttúrulega öfugmæli. Engu að síður er þetta komið í mjög mörg skip og báta og reynist frábærlega. Þetta er búnaður sem við félagarnir teljum að myndi breyta þessari dollu í lystisnekkju eða eitthvað nálægt því ,). Trolldruslan var hysjuð hálftóm upp í gærkvöldi og hefur legið útflött á trolldekkinu síðan, ekki er nokkurt veður til að reyna veiðar og ekki fyrirsjáanlegt að það gefi sig veður þennan daginn. En það verður að taka þessu af karlmennsku, berja sér og brjóst og tauta "þetta hlýtur að lagast!" þótt farið sé að gæta örlitlu vonleysi hjá sumum íbúum dollunnar.
Síðastliðin nótt var erilsöm í kojunni, en ekki var nokkur leið að skorða sig svo vel færi og iðaði maður út um allt ósofinn og ergilegur, klukkan sjö í morgun datt svo einhverjum spekúlantinum í hug að slökkva á loftræstingunni svo að ólíft varð í klefakytrunni minni fyrir hita og loftleysi....
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
14. jan 2004
..::Snjóleysi á hattinum::..
Mér að óvörum þá var blíðuveður á okkur þegar ég vaknaði í morgun. Og allur skíðasnjórinn minn horfinn.
Annars hefur þetta gengið rólega hjá okkur síðustu daga og ekkert að hafa nema handónýta smárækju með tilheyrandi vonleysi og örvæntingu. En veturinn styttist með hverjum deginum og það gerir túrinn líka svo maður getur alltaf látið sig hakka til einhvers og það þýðir lítið að væla yfir því sem maður getur ekki breytt ;).
Í rannsóknarferð minni um eldhús dollunnar áðan sá ég að kokkurinn var búin að draga enn eitt lambalærið fram og það verður væntanlega á boðstólnum í kvöld. Strákgreyið heldur að okkur þyki lambalæri svo gott að það henti okkur i öll mál, en ef heldur fram sem horfir verður maður farin að jarma þegar líður á túrinn. Er ekki sagt að maður sé það sem maður étur ;).
Einhver vandamál eru með brennarann á suðupottinum og kyndinguna, en háttvirtur yfirvéltamningarmaður heldur að vandinn liggi í eldsneytinu sem fæði ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Kafaldsbylur og fannfergi::..
Það er búin að vera kafaldsbylur á okkur í dag og þessi fíni skíðasnjór komin á bakkann framan við brúnna, nú vantar bara gömlu bláu tréskíðin mín með gormabindinginum, þá gæti ég brunað fram og til baka í skíðasnjónum. En það væri kannski fullmikil bjartsýni að reyna þá íþrótt hérna þótt skíðin væru til staðar, en hugmyndin varð engu að síður til í huganum þegar ég sá allan snjóinn ;).
Það hefur fjölgað aðeins á bleyðunni en Borgin mætti í nótt. Þeir geta þakkað fyrir að vera komnir hingað Borgarmenn því þetta er akkúrat staður og stund til að bræða af sér jólamörinn þ.e.a.s Flæmski hatturinn í Janúar. Það er ekki hægt að komast hjá því að hreifa sig, maður hossast á alla kanta meðan dollan dillast eftir holóttum haffletinum.
Í gær fékk ég svolítinn fréttapakka frá litlu systur minni svo nú er ég uppfræddur um gang mála í fjölskyldunni, og fær litla systir hér með ástarþakkir fyrir póstinn ;).
Annað er ekki í fréttum héðan í dag.
Munið ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Letidýr::..
Ég ætla að vera letidýr í dag og skrifa lítið, það er einhver værð yfir mér og ég hef bara ekkert skriftþrek til að vera með einhverja langloku núna ,).
Það er vestnorðvestan kaldaskítur þungur sjór og létt frost á okkur í dag en okkur finnst það vera nokkuð gott veður eftir brælur undanfarinna daga, og þökkum Guði hvern dag sem hægt er að vera að.
Bið Guð almáttugan og alla hans vermdarengla að líta til með ykkur, bægja frá ykkur allri vonsku og leiða til ykkar hamingju og ljósið bjarta.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Bleksvartasta::..
Undur og stórmerki gerast enn, það var komið þokkalegt veður í gærkvöldi og var veiðin bara í lagi hjá okkur svo allir brostu hringinn og gleymdu velting og vosbúð undanfarinna vikna ;). En Adam var ekki lengi í paradís, bandið í lausfrystinum stoppaði og við nánari athugun kom í ljós að drifhjólin voru orðin eins og tennurnar í gamalli Inuíta kellingu, kellingu sem er búin að tyggja skinnfatnað á þrjár kynslóðir. Ykkur til fróðleiks þá tuggðu Inuíta kerlingarnar öll skinn sem notuð voru i fatnað til að mýkja þau áður en saumað var úr þeim, þetta var nokkurskonar sútun þess tíma, þóttu gamlar kerlingar með uppslitnar tennur bestar í þessháttar sútun. Það er náttúrulega ekki vinnandi vegur að ná þessu í sundur og eru þeir frændur kófsveittir í að reina að ná þessu í sundur svo koma megi nýjum drifhjólum á og byrja að frysta þessi kvikindi sem bíða í vinnslunni. En þetta hefur ekki verið tekið í sundur síðan sautjánhundruð og súrkál og það er eins og sá gamli sva...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
10. jan. 2004
..::Ekki orð um það meir::..
Um miðjan dag í gær var orðið spænuvitlaust veður, druslan hvíldi sig inni á dekki til klukkan tvö í dag en þá var orðið slarkfært. Og þar fauk einn sólarhringurinn frá veiðum í viðbót, þetta ætlar að verða ansi ódrjúg veiðiferð, en það þarf ekki að fjölyrða meir um það.
Kokkræfillinn stóð í ströngu í gærkvöldi en hinir ýmsu hlutir fengu vængi og flugu stefnulaust um borðsalinn og eldhúsið, yfirleitt enduðu þessar flugferðir með brotlendingu viðkomandi hlutar. Það sem var úr brothættum efnum þoldi yfirleitt ekki árekstra við veggi eða gólf, það fór í mask og innihaldið slettist á vígvöllinn. Þar blönduðust saman sultutau sykur sojasósa tómatsósa krydd glermulningur djús mjólk ostur egg og hver veit hvað. Kokkræfillinn átti í fullu fangi við að halda aftur af þeim búnaði sem sveikst um að fá loftferðarleyfi og geystist um flugumferðarsvæði kokksins í trássi við þau flugumferðarlög sem hann setti. En á endanum náði hann stjórn á hlut...