..::Kafaldsbylur og fannfergi::..

Það er búin að vera kafaldsbylur á okkur í dag og þessi fíni skíðasnjór komin á bakkann framan við brúnna, nú vantar bara gömlu bláu tréskíðin mín með gormabindinginum, þá gæti ég brunað fram og til baka í skíðasnjónum. En það væri kannski fullmikil bjartsýni að reyna þá íþrótt hérna þótt skíðin væru til staðar, en hugmyndin varð engu að síður til í huganum þegar ég sá allan snjóinn ;).

Það hefur fjölgað aðeins á bleyðunni en Borgin mætti í nótt. Þeir geta þakkað fyrir að vera komnir hingað Borgarmenn því þetta er akkúrat staður og stund til að bræða af sér jólamörinn þ.e.a.s Flæmski hatturinn í Janúar. Það er ekki hægt að komast hjá því að hreifa sig, maður hossast á alla kanta meðan dollan dillast eftir holóttum haffletinum.

Í gær fékk ég svolítinn fréttapakka frá litlu systur minni svo nú er ég uppfræddur um gang mála í fjölskyldunni, og fær litla systir hér með ástarþakkir fyrir póstinn ;).

Annað er ekki í fréttum héðan í dag.

Munið svo að hugsa fallega og vera góð við allt og alla, brosa framan í heiminn því á endanum gefur hann sig og brosir á móti ,).

Bið Guð á himnunum að vaka yfir ykkur og vermda fyrir öllu illu og vondu. Og munið eftir þeim sem eiga bágt og minna mega sín.


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi