..::Labbitúr::..
Kúrði fram að hádegi í dag ;).
Eftir að vera búin að lepja ofan í sig nokkra bolla af tetley fékk ég mér labbitúr upp á dal.
Ég pjakkaði upp að brúnklukkutjörn sem var ísi lögð, ég hafði samt ekki kjark í að prufa styrk íssins enda nokkuð langt að labba rassblautur heim ef illa tækist til ;).
Eftir labbitúrinn fór ég að gramsa í bókakössunum sem pabbi og mamma sendu mér í sumar, þar kenndi ýmissa grasa.
Gömul dagbók eftir Einar afa síðan 1947, þar sá ég að hann hafði haft 70krónur á dag í laun meðan hann var að gera M/S Lív klára á Akureyri en þangað fór hann sem 1.vélstjóri.
Marz 1947.
Fimmtudagurinn 13.
Byrja að vinna við M/S Lív. Í skipið kemur ný aðalvjél 155-180 h.k Atlas Impesíal. 4.cílendra fjórgengis Dísel ljósavjél 7h.k Lister dísel 4k.v dínamó og loftþjappa.
Nýjir 2. neysluvatnsgeimar ca 1 ½ tonn
Vinna 8tímar.
Þetta þykja ekki stórar tölur í dag þegar aðalvélar skipa eru komnar upp í 11.000h.k ljósavélar hlaupa á þúsundum kw sem svo er hægt
Færslur
Sýnir færslur frá nóvember 30, 2003
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Stjarna::..
Það var sorglegar fréttir sem biðu mín þegar ég lenti í Keflavík í morgun.
Helga var farin. Sumar fréttir langar manni ekki til að heyra, maður vill bara grafa höfuðið ofan í sandinn eins og strúturinn og fela sig fyrir öllu.
En maður verður víst að þurrka framan úr sér tárin bíta á jaxlinn og reina að standa sig og standa með sínum. Helga hefði ekki viljað að ég væri eitthvað að væla en oft hefur verið stutt í tárin í dag.
Mér dettur í hug trú Indíánanna. Þeir trúðu því að þeir sem færu yrðu að stjörnum á himnunum, þetta var falleg og falslaus trú þeirra. Í kvöld þegar við horfum upp í himininn þá er einni stjörnu fleira á himninum. Stjarnan hennar Helgu.
Mig langar til að biðja Guð almáttugan að passa Helgu fyrir okkur, styrkja þá sem eftir sitja og færa þeim kærleika og hlýju.
Mig langar til að benda ykkur á kærleiksvefinn hans Júlla endilega lítið við á honum.
Læt þetta duga í dag.
Bið Guð almáttugan að vera með ykkur.
<°(())>< Hörður >
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Landstím::..
Jæja þá er þessu stubbur á enda og við á fullu gasi áleiðis til Newfie.
Við lögðum af stað klukkan níu í morgun í ágætisveðri en eftir því sem leið á daginn þá herti vindinn, en okkur til lukku þá hefur þessi gustur verið á eftir okkur svo dósin göslaðist upp á 12sml eitt augnablik í dag ;) annars lá hún í 11.5-11.7sml.
Núna er þetta eitthvað að breytast og á ég von á því að hann fari að snúa sér í vestlæga átt. Þeir fara mikinn í lokal útvarpinu og eru að spá fyrsta stormi vetrarins á morgun með –1°C og tíu sentímetra snjó með þessu öllu saman.
Já okkur finnst sjálfsagt ekki mikið til þessara snjókomu koma enda vön mun meira snjómagni, þ.e.a.s við norðanmenn ;).
Það verður stutt stoppið hjá mér í Newfie í þetta skiptið, en ég fékk flugáætlunina í hendurnar í dag og á ég að fara í loftið klukkan 13:30 lokal tíma.
Svo sýnist mér að ég þurfi að hanga í Halifax þrjá tíma svo verður stutt stopp i Boston og kem svo með FI632 til Keflavíkur og áætluð lending þar 06:
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Heimferð::..
Í fréttum er þetta helst! Það er búið er af finna mann til að leysa mig af svo ég komist heim eftir túrinn, Hrafn skipstjóri á Eyborg reddaði mér og ætlað að buffa í dósina næsta túr ;).
Við erum að baksa á vesturbakkanum í dag og er það rétt að þetta lafi yfir hungurmörkum, en við vorum líka orðnir svangir. Við verðum að rembast á þessu eitthvað fram á morgun en þá tekur landstímið við.
Arnarborg dósin sem við drógum i land í maí í vor var loksins að hafast af stað, mætti á þúfuna í gær. Það gekk illa gekk að ná henni af stað enda voru legusárin á henni gróin við kajan í Bay Roberts.
Hvað um það hún hökti af stað fyrir rest með tukthúsliminn frá dubai við stjórnvölinn ;). Geystist dósina út á hattinn eins og belja sem sleppur út eftir vetrarsetu í dimmu og daunillu fjósi. En björninn var ekki unninn þótt á miðin væri komið.
Togvindurnar neituðu að vinna enda komnar í hálfgerðan dvala eftir allt stoppið.
Frostvarið vélagengið á Boggunni var búið að fara hön
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Rólegt::..
Það er rólegt yfir blessaðri veiðinni þennan daginn sem aðra í veiðiferðinni, þó eru tveir síðustu dagar búnir að vera afspyrnu lélegir.
Ekki var nú á það bætandi en svona er lífið og lítið við þessu að gera annað en að bíta á jaxlinn og halda áfram að reina.
Í kvöld yfirgefum við svo hattinn og ætlum að reina fyrir okkur á svæði sem opnaðist fyrsta des, vonandi svífa heilladísirnar yfir okkur þar því við þurfum svo sannarlega á því að halda.
Þetta er það helsta af mér í dag.
Bið Guðs engla að vera með ykkur í því sem þið eruð að bjástra við.
<°((()>< Hörður ><()))°>
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Fugl í búri::..
Mér bárust ákaflega sorglegar fréttir í gærkvöldi. Fréttir sem voru eins og að vera slegin með blautri tusku í andlitið.
Maður verður ákaflega lítill og ósjálfbjarga þegar eitthvað bjátar á heima fyrir og maður getur ekki staðið með sínum nánustu.
Eins og lítill fugl í búri, fugl sem getur ekkert gert nema að flögra um í búrinu sínu en finnur ekki leiðina út í frelsið.
Já það fylja þessu starfi oft erfiðleikar sem venjulegt fólk gerir sér ekki svo glögga grein fyrir. Ég held að það skilji það engin nema sem sá sem reynt hefur hversu mikil einangrun sjómennskan er.
Þetta litla innlegg mitt í bloggið verður að duga í dag.
Bið Guð almáttugan að vaka yfir ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>