..::Landstím::..
Jæja þá er þessu stubbur á enda og við á fullu gasi áleiðis til Newfie.
Við lögðum af stað klukkan níu í morgun í ágætisveðri en eftir því sem leið á daginn þá herti vindinn, en okkur til lukku þá hefur þessi gustur verið á eftir okkur svo dósin göslaðist upp á 12sml eitt augnablik í dag ;) annars lá hún í 11.5-11.7sml.
Núna er þetta eitthvað að breytast og á ég von á því að hann fari að snúa sér í vestlæga átt. Þeir fara mikinn í lokal útvarpinu og eru að spá fyrsta stormi vetrarins á morgun með –1°C og tíu sentímetra snjó með þessu öllu saman.
Já okkur finnst sjálfsagt ekki mikið til þessara snjókomu koma enda vön mun meira snjómagni, þ.e.a.s við norðanmenn ;).

Það verður stutt stoppið hjá mér í Newfie í þetta skiptið, en ég fékk flugáætlunina í hendurnar í dag og á ég að fara í loftið klukkan 13:30 lokal tíma.
Svo sýnist mér að ég þurfi að hanga í Halifax þrjá tíma svo verður stutt stopp i Boston og kem svo með FI632 til Keflavíkur og áætluð lending þar 06:40 Föstudaginn 5des.
En þetta er eins og allt annað bara plan.

Læt þetta duga í dag.

Vona að Guðs englar passi ykkur fyrir mig.

<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi