..::Stjarna::..
Það var sorglegar fréttir sem biðu mín þegar ég lenti í Keflavík í morgun.
Helga var farin. Sumar fréttir langar manni ekki til að heyra, maður vill bara grafa höfuðið ofan í sandinn eins og strúturinn og fela sig fyrir öllu.
En maður verður víst að þurrka framan úr sér tárin bíta á jaxlinn og reina að standa sig og standa með sínum. Helga hefði ekki viljað að ég væri eitthvað að væla en oft hefur verið stutt í tárin í dag.
Mér dettur í hug trú Indíánanna. Þeir trúðu því að þeir sem færu yrðu að stjörnum á himnunum, þetta var falleg og falslaus trú þeirra. Í kvöld þegar við horfum upp í himininn þá er einni stjörnu fleira á himninum. Stjarnan hennar Helgu.
Mig langar til að biðja Guð almáttugan að passa Helgu fyrir okkur, styrkja þá sem eftir sitja og færa þeim kærleika og hlýju.

Mig langar til að benda ykkur á kærleiksvefinn hans Júlla endilega lítið við á honum.

Læt þetta duga í dag.

Bið Guð almáttugan að vera með ykkur.

<°(())>< Hörður ><(())°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi