..::Nýr bíll og fl skúbb::.. Já það er alltaf eitthvað að gerast hjá okkur en ég er ekki mjög duglegur að uppfræða ykkur um það sem er í gangi. Fyrir viku síðan síðastliðin fimmtudag flugum við hjónin suður og sóttum nýjan bíl sem við vorum að kaupa, dillandi fínan Nissan Qashqai. Við notuðum tækifærið og skruppum suður í Garð og heimsóttum Pabba og Mömmu og vorum þar í mat á fimmtudagskvöldinu, þar hömsuðum við í okkur þessar líka fínu Hreindýrabollur ala mamma sem smökkuðust alveg svakalega vel, á eftir var svo terta sem toppaði bollurnar ;). Við kíktum í Lindarbergið til Haddó og Gunna um kvöldið. Föstudagsmorgun fórum við aðeins til Dóru ömmu á Vífilstöðum áður en haldið var norður yfir heiðar. Það gekk fínt norður, við stoppuðum aðeins á Þorfinnstöðum hjá Jobba, Kibbu og grislingunum í leiðinni. Klukkan var farin að ganga ellefu á föstudagskvöld þegar við loksins komum heim. Laugardag og Sunnudag tókum við Rúnar frá í hjólasportið og var farið vítt og breitt um fjöll og dali á hja...
Færslur
Sýnir færslur frá janúar 13, 2008