Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 25, 2007
Mynd
..::Lítill og stór::.. Þeir eru víða Íslendingarnir, og það virðist vera alveg sama hvar maður er að flækjast í veröldinni, alltaf rekst maður á mörlandann. Í gærmorgun mættum við Íslenskum togara hérna á miðunum, Rex HF-26 frá Hafnarfirði á fullu blússi. Við stjórnvölinn á þessu glæsifleyi situr Hallgrímur Hallgrímsson “Halli á stöðinni” eins og hann var alltaf kallaður heima á Eskifirði þegar ég var að alast þar upp. Annars er ekkert af viti í fréttum. Mynd dagsins er af REX og BETU þar sem við mætum þeim. Bið og vona að himnaföðurinn veiti ljósinu beint ofan í höfuð ykkar......og eigið svo góða helgi öll sem eitt........
Mynd
..::Hann spilaði út blessaður!::.. Í gær fór ég út með fína mp4 spilarann sem Gummi keypti fyrir mig uppi á Palmas, það var búið að vera þvílíkt bras með þessa græju. Eftir miklar pælingar kom í ljós að snúran sem átti að sjá um hleðslu og gagnaflutning var ekki í lagi, en sem betur fer var til önnur snúra með sömu plöggum sem gekk við. Ég gat hlaðið inn á hann tónlist sem er að mestu leiti forsendan fyrir notkun á þessu apperati. Apperatið lítur út ekki ósvipað og Ipod Nano en á ekkert annað sameiginlegt með þeirri græju, ég setti skilyrði að hægt væri að draga tónlistina yfir í græjuna án þess að vera þröngvaður til samræðis við forrit eins og epla-Itune. Þegar allt var klárt og græjan úttúttnuð af tónlist rölti ég með hana út á dekk og ætlaði að hlusta á tónlist mér til gleði og ánægju á meðan við Gummi unnum í gömlum trollpoka. Eftir allt brasið sem á undan var gengið þá kom það mér ekki á óvart þótt þessi Kínasmíðaði mp4 spilari gæfist upp eftir tvö lög og kvartaði undan næringars...
Mynd
..::When the shit hits the fan::.. Oft hefur maður heyrt þennan enska frasa og datt mér hann í hug þegar loftskeytamaðurinn mætti á stjórnpall með þrífætta smáviftu, fæturna höfðu hann og rennismiðurinn smíðað í sameingu en tilgangnum með þessari fótaaðgerð náði ég ekki straks. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þessi vifta hafði gengt því hlutverki að kæla mótorinn á hlaupabrettinu í sportríminu. Nú var brettið komið með dánarvottorð og hafði hlotið útför að sjómannasið í hina votu gröf Ægis. Það er ekkert öðruvísi með þessi tól en mannfólkið, nú þegar lífffæragjafir eru í algleymingi, auðvitað hafði Loftur farið yfir rafbúnaðinn í líkinu og hirt það sem hann taldi að ætti sér framhaldslíf. Nú var þessi vifta að fá annað og merkara hlutverk en að kæla mótor á mörbrennslubretti áhafnarinnar. Nýja verkefnið var að kæla niður sjónvarpsmóttakarann sem sér um að miðla sjónvarpsefninu frá sjónvarpskúlunni og niður í sjónvörp áhafnarinnar, en þessu verkefni gengdu áður tvær litlar viftu...