
..::Lítill og stór::.. Þeir eru víða Íslendingarnir, og það virðist vera alveg sama hvar maður er að flækjast í veröldinni, alltaf rekst maður á mörlandann. Í gærmorgun mættum við Íslenskum togara hérna á miðunum, Rex HF-26 frá Hafnarfirði á fullu blússi. Við stjórnvölinn á þessu glæsifleyi situr Hallgrímur Hallgrímsson “Halli á stöðinni” eins og hann var alltaf kallaður heima á Eskifirði þegar ég var að alast þar upp. Annars er ekkert af viti í fréttum. Mynd dagsins er af REX og BETU þar sem við mætum þeim. Bið og vona að himnaföðurinn veiti ljósinu beint ofan í höfuð ykkar......og eigið svo góða helgi öll sem eitt........