..::Hann spilaði út blessaður!::..
Í gær fór ég út með fína mp4 spilarann sem Gummi keypti fyrir mig uppi á Palmas, það var búið að vera þvílíkt bras með þessa græju.
Eftir miklar pælingar kom í ljós að snúran sem átti að sjá um hleðslu og gagnaflutning var ekki í lagi, en sem betur fer var til önnur snúra með sömu plöggum sem gekk við.
Ég gat því hlaðið inn á hann tónlist sem er að mestu leiti forsendan fyrir notkun á þessu apperati. Apperatið lítur út ekki ósvipað og Ipod Nano en á ekkert annað sameiginlegt með þeirri græju, ég setti skilyrði að hægt væri að draga lögin yfir í græjuna án þess að vera þröngvaður til samræðis við eitthvert forrit eins og Itune og þetta var niðurstaðan, ég kann hvorki að skrifa né bera fram nafnið á þessu Kínverska hljómflutningstóli.
Þegar allt var klárt og græjan úttúttnuð af tónlist tölti ég með hana út á dekk og ætlaði að hlusta á tónlist mér til gleði og yndisauka á meðan við Gummi unnum við trollpoka.
Eftir allt brasið sem á undan var gengið þá kom það mér ekki á óvart þótt þessi Kínasamsetti mp4 spilari gæfist upp eftir tvö lög og kvartaði undan næringarskorti, ég tölti með hann upp í klefa og tengdi hann við hleðslutækið sem fylgdi, þar hékk hann í snúrunni eins og hundur á roði og drakk í sig rafurmagn í rúman sólarhring, þ.e.a.s ég hélt að hann hefði drukkið í sig rafurmagn. Þegar ég ætlaði svo að gangsetja græjuna þá var sama svarið og áður, “mig hungrar í rafurmagn og geri ekkert fyrr en ég fæ það”.
Nú hafði ég fengið mig fullsaddann af þessari græju, ég hrökk ekki langt við ótímabært fráfall hanns, svo ég skrifaði upp á dánarvottorðið og pakkaði spilaranum svo niður í litlu glæru líkkistuna sem hann kom í.
En þar sem ég var komin í þennan spilaragír ákvað ég að efna loforð mitt við Guðmund og reyna að finna út hvernig hlaða ætti tónlist inn á Ipodinn hans, ég var búin að lofa Gumma þessu fyrir löngu síðan en einhvern vegin hafði þetta alltaf farist fyrir.
Nú var Gummi komin með nýjan spilara Ipod Shuffle og þurfti nauðsynlega að koma einhverju af tónlistinni sinni inn á hann.
Eitt af því fáa sem hefur gert mig fráhverfan gegn þessum Epla-Ipod-spilurum er það að manni er þröngvað til þess að nota Itune í samskiptum við Ipod, og ég hef ekki nennt að setja mig neitt inn í þá græju.
En þar sem ég var búin að mála mig út í horn með því að lofa þessu var ekkert annað í stöðunni en að RFM “read the fucking manual” þar náðiþeim upplýsingum sem okkur vantaði til að tengja saman Ipod og Itune og eftir nokkurn tíma tókst mér að koma inn á spilarana tónlist, meira að segja tókst mér einhvern vegin að skýra þetta út fyrir Gumma svo hann skildi hvernig þetta fer fram og var nokkuð sjálfbjarga á eftir.
En það var ekkert öðruvísi með Gumma en mig, hann átti bágt með að sætta sig við Itune.
Hann vildi vera laus við að þurfa að nota Itune og vildi bara geta tengt spilarann við hvaða tölvu sem er og dregið inn á hann þá tónlist sem honum langaði í.
Ekkert mehe í þessu ferli þar sem honum væri þröngvað til samræðis við eplaforritið "góða".
Eftir allt þetta bras með Ipod var mér farið að líka ágætlega við spilarann sjálfann, það eina sem ég þoldi ekki var helv.... Itune nauðgunin, ég fór því á netið og hætti ekki fyrr en ég fann pínulítið forrit sem leysti öll okkar vandamál.
Forritið er sett upp á spilarann og fylgir honum en ekki tölvunni eins og Itune gerir, eftir það er komið í spilarann er hægt að tengja hann við hvaða tölvu ræsa forritið,”drag and drop” og ekkert Itune vesen.
Eftir þennan hvalreka á spilarasnauðar fjörur mínar, hef ég tekið þá ákvörðun að sennilega sé ekki svo galið að fjárfesta í Ipod spilara ;).
Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þetta þá er linkur á upplýsingar um þetta forrit hér .
Annars er ekki mikið að frétta annað en að við erum enn að landa og klárum sjálfsagt ekki fyrr en á morgun.
Að lokum bið ég svo heilladísirnar að flögra í kring um ykkur og beita töfrasprotunum óspart...............

Eftir miklar pælingar kom í ljós að snúran sem átti að sjá um hleðslu og gagnaflutning var ekki í lagi, en sem betur fer var til önnur snúra með sömu plöggum sem gekk við.
Ég gat því hlaðið inn á hann tónlist sem er að mestu leiti forsendan fyrir notkun á þessu apperati. Apperatið lítur út ekki ósvipað og Ipod Nano en á ekkert annað sameiginlegt með þeirri græju, ég setti skilyrði að hægt væri að draga lögin yfir í græjuna án þess að vera þröngvaður til samræðis við eitthvert forrit eins og Itune og þetta var niðurstaðan, ég kann hvorki að skrifa né bera fram nafnið á þessu Kínverska hljómflutningstóli.
Þegar allt var klárt og græjan úttúttnuð af tónlist tölti ég með hana út á dekk og ætlaði að hlusta á tónlist mér til gleði og yndisauka á meðan við Gummi unnum við trollpoka.
Eftir allt brasið sem á undan var gengið þá kom það mér ekki á óvart þótt þessi Kínasamsetti mp4 spilari gæfist upp eftir tvö lög og kvartaði undan næringarskorti, ég tölti með hann upp í klefa og tengdi hann við hleðslutækið sem fylgdi, þar hékk hann í snúrunni eins og hundur á roði og drakk í sig rafurmagn í rúman sólarhring, þ.e.a.s ég hélt að hann hefði drukkið í sig rafurmagn. Þegar ég ætlaði svo að gangsetja græjuna þá var sama svarið og áður, “mig hungrar í rafurmagn og geri ekkert fyrr en ég fæ það”.
Nú hafði ég fengið mig fullsaddann af þessari græju, ég hrökk ekki langt við ótímabært fráfall hanns, svo ég skrifaði upp á dánarvottorðið og pakkaði spilaranum svo niður í litlu glæru líkkistuna sem hann kom í.
En þar sem ég var komin í þennan spilaragír ákvað ég að efna loforð mitt við Guðmund og reyna að finna út hvernig hlaða ætti tónlist inn á Ipodinn hans, ég var búin að lofa Gumma þessu fyrir löngu síðan en einhvern vegin hafði þetta alltaf farist fyrir.
Nú var Gummi komin með nýjan spilara Ipod Shuffle og þurfti nauðsynlega að koma einhverju af tónlistinni sinni inn á hann.
Eitt af því fáa sem hefur gert mig fráhverfan gegn þessum Epla-Ipod-spilurum er það að manni er þröngvað til þess að nota Itune í samskiptum við Ipod, og ég hef ekki nennt að setja mig neitt inn í þá græju.
En þar sem ég var búin að mála mig út í horn með því að lofa þessu var ekkert annað í stöðunni en að RFM “read the fucking manual” þar náðiþeim upplýsingum sem okkur vantaði til að tengja saman Ipod og Itune og eftir nokkurn tíma tókst mér að koma inn á spilarana tónlist, meira að segja tókst mér einhvern vegin að skýra þetta út fyrir Gumma svo hann skildi hvernig þetta fer fram og var nokkuð sjálfbjarga á eftir.
En það var ekkert öðruvísi með Gumma en mig, hann átti bágt með að sætta sig við Itune.
Hann vildi vera laus við að þurfa að nota Itune og vildi bara geta tengt spilarann við hvaða tölvu sem er og dregið inn á hann þá tónlist sem honum langaði í.
Ekkert mehe í þessu ferli þar sem honum væri þröngvað til samræðis við eplaforritið "góða".

Forritið er sett upp á spilarann og fylgir honum en ekki tölvunni eins og Itune gerir, eftir það er komið í spilarann er hægt að tengja hann við hvaða tölvu ræsa forritið,”drag and drop” og ekkert Itune vesen.
Eftir þennan hvalreka á spilarasnauðar fjörur mínar, hef ég tekið þá ákvörðun að sennilega sé ekki svo galið að fjárfesta í Ipod spilara ;).
Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þetta þá er linkur á upplýsingar um þetta forrit hér .
Annars er ekki mikið að frétta annað en að við erum enn að landa og klárum sjálfsagt ekki fyrr en á morgun.
Að lokum bið ég svo heilladísirnar að flögra í kring um ykkur og beita töfrasprotunum óspart...............
Ummæli