Færslur

Sýnir færslur frá janúar 8, 2006
Mynd
..::Hvað breyttist???::.. Það er svo sem ekki mikið að segja, maður nýtur þess bara að vera komin með annan fótinn í land, núna er helgarfrí hjá okkur á snuddupungnum en það var lítið hjá okkur í gær, bara ræfill eins o einhver hefði orðað það. En þetta er kannski ekki beint tíminn fyrir snudduna svo maður vonar að þetta fari batnandi þegar nær dregur vorinu, annars er búið að ákveða að fara yfir í Skagafjörð og vera þar í næstu viku, bara útlegð hehe. En það er víst skárri Ýsa þar og svo hefur verið meiri veiði þar svo við förum með brjóstið fullt af vonum ;). Það er ágætt að skanna ný svæði með gömlu druslunni sem vonandi verður slegin af í vikulok afleyst af nýrri Snuddu sem verður byrjað að setja upp fyrir okkur eftir helgina :). Vonandi fæst samt eitthvað í gamla draslið meðan við bíðum eftir þeirri nýju. Mér líkar þetta ágætlega og það er alltaf gaman að takast á við eitthvað nýtt og krefjandi, það er gaman að dudda í þessu inni á firði í slettum sjó þegar sólin kemur upp og fja...
..::Þar fann ég að það kom::.. Tveggja daga törn í blogginu hehe, en það var ekki mikið að segja þótt gærdaginn hafi vantað, í gær við fórum út klukkan átta og reyndum fyrir okkur á nýjum slóðum, það var full langt að heiman og fulllangt frá öllum fiski líka. Þessu fylgdi bullandi veltingur, rifin og slitin snurvoð í tvígang og sjóveikur kokkur :(, kokkurinn var svo veikur karlgreyið að hann hrökk í frígír um hádegi og komst ekki aftur í gírinn þann daginn. En það breytti ekki miklu því að það var ekki mikið að gera smá bætning annars ekkert. Ég var ekki langt frá sjóveikinni þótt ég hafi sloppið og ekki hefði mátt velta mikið meira svo að ég hefði farið að hvítna :). Við vorum komnir í land klukkan fimm í gær og þurftum ekkert að hafa fyrir því að landa, ákváðum að geima þessa ræfla og bæta þeim bara við morgundaginn. Í morgun fórum við svo út upp úr átta, það var búið að ákveða það í gær að ekki væri hollt að fara úr sjónlínu við heimabyggðina svo við vorum að snuddast milli Hríseyja...
..::Nánast skrifstofuvinnutími::.. Fórum út klukkan 0800 í morgun og vorum aðallega að snuddast austan við Hrísey, aflinn var frekar tregur en þetta var ágætis æfing, tókum fimm köst í dag svo að þetta er allt að koma hjá okkur hehe. Er ekki einhverstaðar sagt að sígandi lukka sé best? Ef svo er þá erum við vonandi á réttri leið í þessu. Það er fínt að snuddast á þessu meðan við getum verið hérna í firðinum og landað á Dalvík, hvað sem það svo endist, en er á meðan er. Ég var komin heim klukkan 1800 svona passlega til að sturta sig fyrir kvöldmatinn :). Annars er ekki mikið að frétta héðan. Vona að Guðs englar vaki yfir ykkur og geri lífið bærilegra......
..::Generalprufa á pungnum::.. Fórum út í hádeginu í dag undir leiðsögn fyrrverandi eiganda sem var mættur til að kenna okkur á snudduna, fórum hérna rétt útfyrir og tókum tvö æfingarköst, það gekk ágætlega þótt aflaafraksturinn hafi ekki verið mikill, smá sýnishorn af ýsu og þorski, en það var ekki tilgangurinn að kaffiska í fyrsta róðri, enda þykir það víst fiskilegt að fá lítið fyrst, svo merkilegt sem sú speki er. Var komin heim klukkan 1800 svo að þetta var ekki erfitt þennan daginn. Á morgun byrjar svo slagurinn fyrir alvöru en þá á að rífa sig á stað fyrir allar aldir(0800) og þeysa á vit ýsunnar, verð vonandi komin heim fyrir kvöldmat hehe. Fleira verður það ekki í dag.