..::Generalprufa á pungnum::..
Fórum út í hádeginu í dag undir leiðsögn fyrrverandi eiganda sem var mættur til að kenna okkur á snudduna, fórum hérna rétt útfyrir og tókum tvö æfingarköst, það gekk ágætlega þótt aflaafraksturinn hafi ekki verið mikill, smá sýnishorn af ýsu og þorski, en það var ekki tilgangurinn að kaffiska í fyrsta róðri, enda þykir það víst fiskilegt að fá lítið fyrst, svo merkilegt sem sú speki er.
Var komin heim klukkan 1800 svo að þetta var ekki erfitt þennan daginn.
Á morgun byrjar svo slagurinn fyrir alvöru en þá á að rífa sig á stað fyrir allar aldir(0800) og þeysa á vit ýsunnar, verð vonandi komin heim fyrir kvöldmat hehe.
Fleira verður það ekki í dag.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi