..::Nánast skrifstofuvinnutími::..
Fórum út klukkan 0800 í morgun og vorum aðallega að snuddast austan við Hrísey, aflinn var frekar tregur en þetta var ágætis æfing, tókum fimm köst í dag svo að þetta er allt að koma hjá okkur hehe.
Er ekki einhverstaðar sagt að sígandi lukka sé best? Ef svo er þá erum við vonandi á réttri leið í þessu.
Það er fínt að snuddast á þessu meðan við getum verið hérna í firðinum og landað á Dalvík, hvað sem það svo endist, en er á meðan er.
Ég var komin heim klukkan 1800 svona passlega til að sturta sig fyrir kvöldmatinn :).
Annars er ekki mikið að frétta héðan.

Vona að Guðs englar vaki yfir ykkur og geri lífið bærilegra......

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi