Ekki væsti um mann á gólfinu í nótt, þetta var bara eins og í útilegu ;).
Það var þokkalegt veðrið í gærkvöldi svo að við stoppuðum og Jón lagaði einhvern olíuleka á höfuðmótornum og breytti einhverju í lögnunum að eimaranum, núna framleiðir eimarinn um fimm tonn á dag svo að það er besta mál.
Það er ekki amalegt að vera með rafeindavirkja um borð, í gærkvöldi bilaði einn tölvuskjárinn í brúnni og Hannes var snöggur að kippa honum niður og gjörsamlega spaðaði græjuna í smáparta ;) á endanum fann hann bilunina og reddaði því með stæl.
Eitthvað ber Rafvirkinn sig illa eftir byltuna og þurftu félagarnir að bera hann á kamarinn í morgun ;(.
Í morgun byrjaði svo að hvessa og um hádegi var komin skítabræla eina ferðina enn, ég var í sambandi við Skúla Elíasar á Otto og vildi hann meina að við hlytum að fara verða búnir með brælukvótann, ég er honum sammála og verð að segja að þetta ferðalag er alveg með ólíkindum hjá okkur, við eru tvisvar sinnum búnir að fá þokkalegt veður dagsstund sí...
Færslur
Sýnir færslur frá mars 9, 2003
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Kannski er maður bara að verða vanur þessum brælum, nema veðrið hafi verið aðeins skárra eftir hádegi í dag. Kyndingin er enn og aftur að stríða okkur og hefur ekki verið hiti á skútunni síðan í nótt ;).
Það var bölvuð óþverrabræla í nótt og míglak vatnsausturinn í kojuna hjá mér svo að maður var hundblautur og druslulegur þegar maður aulaðist fram úr í morgun, that´s it og nú veður þetta loft rifið niður og reynt að komast fyrir vandann.
Við fengum upplýsingar frá Ölfu sérfræðing um keyrslu höfuðmótorsins og kom þá í ljós að við vorum með óþarfa áhyggur af afgas og skollofts hita og nú er hægt að keyra aðeins meira.
Í hádeginu datt svo rafvirkinn niður stigann á neðri ganginum og lá lengi emjandi í gólfinu, við vorum helst á því að hann væri rifbrotinn. Ég guðaði í hann einhverjum verkjalyfjum og hringdi svo í læknir.
Eftir samtal við lækninn kom í ljós að lítið er hægt að gera annað en að gefa honum verkjalyf og sjá til, þeir drusluðu honum svo inn í klefa. Seinnipartinn þegar ég...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Við Jón vorum að brasa í mótorhúsinu fram til fögur í nótt, við rifum skolloftsblásarana og skoðum þá en þar var ekkert athugavert.
Þar sem lekin yfir kojunni minni var horfinn þá flutti ég í fletið aftur og svaf eins og engill fram til ellefu í morgun. Það var náttúrulega komin suðvestan skítabræla í morgun og hefur það staðið í allan dag, en ef kortið gengur eftir þá verður kannski smá stund milli stríða á morgun.
Loksins hafðist eimarinn af stað og er hann nú farin að framleiða vatn handa okkur, að vísu eru afköstin í minna lagi en það von um að afköstin aukist.
Við heyrðum aðeins í Skúla á Otto í talstöðinni í dag og er þokkalegt veður og veiði á hattinum núna, en það er einhver Lægðarpussa sem er eitthvað að igla sig og gæti gert usla á laugardag.
Hitamálin hafa verið í góðu lagi síðan í gær en núna um kvöldmatarleitið var eitthvað pat á því ;(.
Það er verst að ekki skuli vera hægt að virkja þennan velting eitthvað, ef svo væri þá myndi ekki skorta kraftinn hjá okkur.
Veiðar...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Miðstöðin er búin að vera úti síðan í gærkvöldi en þá kvaddi hún með miklu búmmi og allt hvarf í sóti og drullu í vélarúminu. Þá var ákveðið að fresta frekari viðgerðum fram til morguns.
Það var komið þokkalegt veður í morgun svo að veltingurinn var innan marka velsæmis, og gangurinn á dollunni var svona la la.
Unnnið var við lamaða eimarann í allan dag og ekki er komin nein niðurstaða úr því.
Kyndarinn hökti af stað seinnipartinn og fóru þá ofnarnir að volgna í Erlunni ;). Hvort það heldur einhvern tíma veit enginn, en við eigum von á varahlutum sem fara til Kanada á morgun, vonandi leggja þeir svo af stað á miðin á laugardag.
Ekki hefur enn unnist tími til að fara í vatnslekan yfir kojunni minni svo að ég kúrði á bekknum í nótt og var það ekki góð vist.
Ætli ég fari ekki í að rífa niður loftplöturnar yfir kojunni í kvöld og þá kemur sjálfsagt eitthvað skemmtilegt í ljós.
Seinnipartinn var svo farið að blása úr vestsuðvestri en vonandi er ekki ein brælutussan enn að skella á ;(...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Ekki entist góða veðrið lengi og klukkan níu í morgun var komin suðvestan skítabræla með tilheyrandi velting og gangleysi.
Ekki var það heldur til að auka ánægjuna að helv olíukyndingin fyrir hitan á skipinu bilaði svo að við höfum ekki haft hita né heitt vatn í dag, en vonandi rætist úr því.
Um miðjan dag komst olíuskilvindan af stað svo að þar fór eitt atriðið út 7-9-13 knok knok ;). En þar sem að svo miklar bilanir og verkefni liggja fyrir hafa menn ekki komist í að athuga lekan yfir kojunni minni og var svo komið í morgun að ég mátti fjarlægja dýnuna og alles svo að það færi ekki allt á floti ;( og svo verður maður bara að norpa á bekknum þangað til að tími vinst til viðgerða.
Ég veit ekki hvaða helvítis ófriður þetta er alltaf í þessu veðri en þetta var alls ekki það sem við höfðum gert ráð fyrir, og ef þetta lagast ekki þá verður Erla sjálfsagt vorskipi á Hattinum þetta árið, plotterinn er að tifa á 6-9dögum eftir á miðin ef ekkert breitist. Og ekki auðvelda þessi anskotans læ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Nóttin hjá okkur var þyrnum stráð og valt dollan alveg ógurlega, er vægt til orða tekið að það hafi verið allt á rúi og stúi í Erlu í morgun.
Í brúnni losnaði skjárinn fyrir standard-C og var flaggarinn víst fastur við hann í fjórar klukkustundir ;) hann þorði ekki að sleppa skjánum og skorti það sem þurfti til að leysa málið á annan hátt, gott að ekkert var á vegi okkar á meðan, einnig slitnaði stólinn fyrir ritvinnslutölvuna upp úr gólfinu en það voru full stuttar stuttar skrúfur sem festu hann.
Það er allt á floti hjá kokknum og plammar hann á stígvélum í konungsríki sínu, en meinið er að það bullar eitthvað upp úr niðurfallinu á veltunni. Svo varð mengunarslys í einni af útstöðvum kokksins (þurrgeimslunni) en þar hafði tæknilókurinn laumast til að geima blekið fyrir stimpilpúðana og ekki vildi betur til en að hálfs líters búsi strauk úr hillunni og ólmaðist á gólfinu frelsinu fegin. Þar ólmaðist hann þangað til hann sprakk, og slettist gumsið úr honum út um allt í þurrgeymslu ko...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Sunnudagur.
Ekki byrjaði þetta nú bærilega hjá okkur því að við vorum komnir á rek upp úr eitt í nótt, en maður átti von á að það yrði bras svo að ég hrökk ekki langt ;).
Svo er líka skítaveður svo að ekkert liggur á, ég ætlaði að gefa Jóni tíma til að fara í skilvinduna, og leifa strákunum að gera togvírana klára átromlunum áður en við förum út úr faxaflóanum, aðalmarkmiðið var að komast út og sjá hvernig þetta plummaði sig svo verður þetta bara að koma með kaldavatninu ;).
Við Jón fórum ekki í koju fyrr en kl sjö í morgun þá settum við á rek og ætlar Nonni að skoða skilvinduna og fá betri upplýs um gírinn.
Ég vaknaði svo klukkan tíu og fór að skoða hvað hefði komið út úr skilvindumálinu en Júri ætlaði að rífa hana í morgun, það voru farnir í henni einhverjir kúplingaklossar og er möguleiki á að skítmixa það saman ;).
Eftir hádegi settum við í gang og slökuðum út togvírunum og strekktum þá á tromlunum, svo tókum við trollið klárt.
Það er bölvaður norðaustan vindsperringur og lík...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Laugardagur.
Laugadagur til lukku, segir máltækið ;) vonandi gengur það eftir.
Í morgun var verið að ljúga saman síðustu vinnslulínupörtunum og setja upp síðustu lagnirnar, svo var prufukeyrt. Auðvitað komu upp vandamál og var strax farið að vinna úr þeim.
Kiddi fór í að pakka trollinu og hífa það um borð svo hengdu þeir hlerana á skutinn.
Seinniparturinn fór í að taka til og hífa í land dót.
Um fjögurleitið átti svo að prufa pottinn og þá virkaði ekkert, og varð að kalla til rafmagnssérfræðinga í verkið, voru þeir að fram til ellefu, og kl hálftólf var dollunni sleppt og við tussuðumst út úr höfninni.
Það er að vísu einhver vandamál með skilvinduna en Jón hlýtur að redda því.
Læt þetta nægja um laugardaginn.
Bið Guð að passa ykkur.