Ekki entist góða veðrið lengi og klukkan níu í morgun var komin suðvestan skítabræla með tilheyrandi velting og gangleysi.
Ekki var það heldur til að auka ánægjuna að helv olíukyndingin fyrir hitan á skipinu bilaði svo að við höfum ekki haft hita né heitt vatn í dag, en vonandi rætist úr því.
Um miðjan dag komst olíuskilvindan af stað svo að þar fór eitt atriðið út 7-9-13 knok knok ;). En þar sem að svo miklar bilanir og verkefni liggja fyrir hafa menn ekki komist í að athuga lekan yfir kojunni minni og var svo komið í morgun að ég mátti fjarlægja dýnuna og alles svo að það færi ekki allt á floti ;( og svo verður maður bara að norpa á bekknum þangað til að tími vinst til viðgerða.
Ég veit ekki hvaða helvítis ófriður þetta er alltaf í þessu veðri en þetta var alls ekki það sem við höfðum gert ráð fyrir, og ef þetta lagast ekki þá verður Erla sjálfsagt vorskipi á Hattinum þetta árið, plotterinn er að tifa á 6-9dögum eftir á miðin ef ekkert breitist. Og ekki auðvelda þessi anskotans læti vélstjórunum lífið frekar en öðrum.
Maður þarf að bíta sig fastan með kjafti og klóm dag eftir dag arrg arrg.
Eimarinn er enn bilaður og er búið að rífa hann allan í spað í dag en engin niðurstaða komin í það enn þá en vonandi finna þeir út úr þessu.
Um kvöldmatarleitið fór svo brennarinn fyrir miðstöðina af stað ;) og var vandamálið bölvuð flotaolían, en það þurfti að hita upp olíuna svo að brennarinn næði að kveikja í henni, Jón var búin að rífa þetta mörgum sinnum í dag og hefði örugglega kosið að nota tíman i eitthvað annað, en svona er þetta bara.
Ég sé mér ekki fært að halda þessu áfram því að dollan veltur svo skelfilega í augnablikinu, %&$#(Ö/)(/%&.......................
Megi guð og gæfan fylgja ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi