Sunnudagur.
Ekki byrjaði þetta nú bærilega hjá okkur því að við vorum komnir á rek upp úr eitt í nótt, en maður átti von á að það yrði bras svo að ég hrökk ekki langt ;).
Svo er líka skítaveður svo að ekkert liggur á, ég ætlaði að gefa Jóni tíma til að fara í skilvinduna, og leifa strákunum að gera togvírana klára átromlunum áður en við förum út úr faxaflóanum, aðalmarkmiðið var að komast út og sjá hvernig þetta plummaði sig svo verður þetta bara að koma með kaldavatninu ;).
Við Jón fórum ekki í koju fyrr en kl sjö í morgun þá settum við á rek og ætlar Nonni að skoða skilvinduna og fá betri upplýs um gírinn.
Ég vaknaði svo klukkan tíu og fór að skoða hvað hefði komið út úr skilvindumálinu en Júri ætlaði að rífa hana í morgun, það voru farnir í henni einhverjir kúplingaklossar og er möguleiki á að skítmixa það saman ;).
Eftir hádegi settum við í gang og slökuðum út togvírunum og strekktum þá á tromlunum, svo tókum við trollið klárt.
Það er bölvaður norðaustan vindsperringur og líklega leiðindasjólag utanvið svo að ég ætla að taka því rólega hérna inni á flóanum og leifa strákunum að gera almennilega sjóklárt, og svo vantar náttúrulega græna ljósið frá Jóni, en það er víst von til að þetta dót verði í lagi.
Það var svo sem ágætt að hafa ekki verið á hattinum í gær því að það fengu þrjú skip á sig brot og segja þeir sem lengst hafa stundað hattinn að þeir hafi ekki lent í svona slæmu veðri áður á hattinum.
Hannes (farþeginn) kenndi mér að nálgast veðurkort á emilinn og lítur 48tíma kortið bara vel út svo að nú bíður maður bara eftir ljósinu frá Nonna ;).
Kl 1700 kom græna ljósið og var sett á ferð áleiðis á Flemmings Cap og er vegalengdin héðan á Hattinn 1214sml.
That´s it to day.
Bið Guð að vaka yfir ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi