Ekki væsti um mann á gólfinu í nótt, þetta var bara eins og í útilegu ;).
Það var þokkalegt veðrið í gærkvöldi svo að við stoppuðum og Jón lagaði einhvern olíuleka á höfuðmótornum og breytti einhverju í lögnunum að eimaranum, núna framleiðir eimarinn um fimm tonn á dag svo að það er besta mál.
Það er ekki amalegt að vera með rafeindavirkja um borð, í gærkvöldi bilaði einn tölvuskjárinn í brúnni og Hannes var snöggur að kippa honum niður og gjörsamlega spaðaði græjuna í smáparta ;) á endanum fann hann bilunina og reddaði því með stæl.
Eitthvað ber Rafvirkinn sig illa eftir byltuna og þurftu félagarnir að bera hann á kamarinn í morgun ;(.
Í morgun byrjaði svo að hvessa og um hádegi var komin skítabræla eina ferðina enn, ég var í sambandi við Skúla Elíasar á Otto og vildi hann meina að við hlytum að fara verða búnir með brælukvótann, ég er honum sammála og verð að segja að þetta ferðalag er alveg með ólíkindum hjá okkur, við eru tvisvar sinnum búnir að fá þokkalegt veður dagsstund síðan við fórum frá Reykjavík fyrir viku.
En allt hefur sinn gang og því miður hafa menn ekki komist í að skera niður brælukvótann, mér væri nokk sama þó við værum brælukvótalausir.
Þetta styttist samt alltaf og klukkan hálfsjö í kvöld voru 282sml eftir á Hattinn ;).
Ef að veðurkortið fyrir morgundaginn gengur eftir þá sýnist mér að það gæti orðið þokkalegt veður á morgun ;).
Þetta gengur svo rólega að pikka þetta fyrir látunum svo að ég ætla að láta þetta nægja í dag.
Gangið á Guðsvegum.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi