Við Jón vorum að brasa í mótorhúsinu fram til fögur í nótt, við rifum skolloftsblásarana og skoðum þá en þar var ekkert athugavert.
Þar sem lekin yfir kojunni minni var horfinn þá flutti ég í fletið aftur og svaf eins og engill fram til ellefu í morgun. Það var náttúrulega komin suðvestan skítabræla í morgun og hefur það staðið í allan dag, en ef kortið gengur eftir þá verður kannski smá stund milli stríða á morgun.
Loksins hafðist eimarinn af stað og er hann nú farin að framleiða vatn handa okkur, að vísu eru afköstin í minna lagi en það von um að afköstin aukist.
Við heyrðum aðeins í Skúla á Otto í talstöðinni í dag og er þokkalegt veður og veiði á hattinum núna, en það er einhver Lægðarpussa sem er eitthvað að igla sig og gæti gert usla á laugardag.
Hitamálin hafa verið í góðu lagi síðan í gær en núna um kvöldmatarleitið var eitthvað pat á því ;(.
Það er verst að ekki skuli vera hægt að virkja þennan velting eitthvað, ef svo væri þá myndi ekki skorta kraftinn hjá okkur.
Veiðarfærið er orðið kastklárt og aðeins á eftir að setja nema og stykkin á, ég sá ekki ástæðu til þess að pota þeim á ef eitthvað tognar úr áætluðum komutíma á hattinn vegna veðurs.
Að öðru leiti hafa það allir gott og eina sem virkilega angrar menn er þessi ófriður í veðrinu, en það hlýtur að lygna fyrir rest ;).
Læt þetta duga í dag.
Megi Guð og gæfan fylgja ykkur .
<°((()>< Hörður ><()))°>
Þar sem lekin yfir kojunni minni var horfinn þá flutti ég í fletið aftur og svaf eins og engill fram til ellefu í morgun. Það var náttúrulega komin suðvestan skítabræla í morgun og hefur það staðið í allan dag, en ef kortið gengur eftir þá verður kannski smá stund milli stríða á morgun.
Loksins hafðist eimarinn af stað og er hann nú farin að framleiða vatn handa okkur, að vísu eru afköstin í minna lagi en það von um að afköstin aukist.
Við heyrðum aðeins í Skúla á Otto í talstöðinni í dag og er þokkalegt veður og veiði á hattinum núna, en það er einhver Lægðarpussa sem er eitthvað að igla sig og gæti gert usla á laugardag.
Hitamálin hafa verið í góðu lagi síðan í gær en núna um kvöldmatarleitið var eitthvað pat á því ;(.
Það er verst að ekki skuli vera hægt að virkja þennan velting eitthvað, ef svo væri þá myndi ekki skorta kraftinn hjá okkur.
Veiðarfærið er orðið kastklárt og aðeins á eftir að setja nema og stykkin á, ég sá ekki ástæðu til þess að pota þeim á ef eitthvað tognar úr áætluðum komutíma á hattinn vegna veðurs.
Að öðru leiti hafa það allir gott og eina sem virkilega angrar menn er þessi ófriður í veðrinu, en það hlýtur að lygna fyrir rest ;).
Læt þetta duga í dag.
Megi Guð og gæfan fylgja ykkur .
<°((()>< Hörður ><()))°>
Ummæli