Laugardagur.
Laugadagur til lukku, segir máltækið ;) vonandi gengur það eftir.
Í morgun var verið að ljúga saman síðustu vinnslulínupörtunum og setja upp síðustu lagnirnar, svo var prufukeyrt. Auðvitað komu upp vandamál og var strax farið að vinna úr þeim.
Kiddi fór í að pakka trollinu og hífa það um borð svo hengdu þeir hlerana á skutinn.
Seinniparturinn fór í að taka til og hífa í land dót.
Um fjögurleitið átti svo að prufa pottinn og þá virkaði ekkert, og varð að kalla til rafmagnssérfræðinga í verkið, voru þeir að fram til ellefu, og kl hálftólf var dollunni sleppt og við tussuðumst út úr höfninni.
Það er að vísu einhver vandamál með skilvinduna en Jón hlýtur að redda því.
Læt þetta nægja um laugardaginn.
Bið Guð að passa ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Laugadagur til lukku, segir máltækið ;) vonandi gengur það eftir.
Í morgun var verið að ljúga saman síðustu vinnslulínupörtunum og setja upp síðustu lagnirnar, svo var prufukeyrt. Auðvitað komu upp vandamál og var strax farið að vinna úr þeim.
Kiddi fór í að pakka trollinu og hífa það um borð svo hengdu þeir hlerana á skutinn.
Seinniparturinn fór í að taka til og hífa í land dót.
Um fjögurleitið átti svo að prufa pottinn og þá virkaði ekkert, og varð að kalla til rafmagnssérfræðinga í verkið, voru þeir að fram til ellefu, og kl hálftólf var dollunni sleppt og við tussuðumst út úr höfninni.
Það er að vísu einhver vandamál með skilvinduna en Jón hlýtur að redda því.
Læt þetta nægja um laugardaginn.
Bið Guð að passa ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Ummæli