Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 2, 2008
Mynd
..::Obama meikaði það :)::.. Ég ætlaði að vera búin að blogga fyrir löngu síðan en einhvern vegin hefur það farið út um læri og maga og ég ekki komið stafkrók frá mér. Fjármálakrísuumræðan, þar finnst mér allt einkennast af bulli og ráðaleysi, kúkurinn er farin að fljóta upp á yfirborðið og ekki er annað að heyra en íslenskt efnahagskerfi hafi verið orðið gegnsýrt af spillingu græðgi og siðleysi. Það voru góðar fréttir sem ég fékk í gærmorgun, Guðný færði mér í rúmið fréttir af því að Obama hefði sigrað forsetakosningarnar í BNA, einhverjar bestu fréttir sem ég hef fengið lengi og tel ég þetta hafi verið gæfuspor fyrir heimsbyggðina alla. Ég hef aldrei skilið hvernig stóð á því að jafn illa gefinn maður og Bush komst til valda, en Guði sé lof þá er því tímabili lokið. Samkvæmt skoðunarkönnunum eru 40% Bandaríkjamanna sem geta ekki bent á hvar Bandaríkin eru á heimskorti ef þeir eru spurðir, þarna er meira að segja til fólk sem heldur að í gamla daga hafi allt verið í SVARTHVÍTU! ég flo