..::Gapastokk aftur?::.. Þrælaði mér á sleðann í gær og spændi upp um allt fjall í mjög skemmtilegu færi, það versta við annars fína ferð var að ég var bara einn að skemmta mér, en þetta var fín keyrsluæfing og ágætis líkamsrækt. Í morgun var svo komin sunnanfræsingur og asahláka, hlákan þyrfti eiginlega að vara nokkra daga, svo mætti frysta og gera gott hjarn. Miðað við allt bullið og vitleysuna á Íslandi undanfarið þá finnst mér þarft inlegg í umræðuna hvort ekki eigi að taka gapastokkinn upp aftur. Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu Gapastokkur er refsitól sem var notað til að niðurlægja afbrotamenn og var oft gert úr klofnum og götuðum stokk eða viðarborðum. Refsiþoli hafði hendur og háls í götum gapastokksins og stundum jafnvel fætur eða aðeins fætur. Gapastokkur gat þó einnig verið aðeins staur með hálshring, en þeir gengu undir nafninu stjaki. Á Íslandi var gapastokkur refsitæki um tíma, sérstaklega við minniháttar afbrotum og óhlýðni. Fyrst er lagt til að hann verði tekinn í n
Færslur
Sýnir færslur frá október 26, 2008
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Helgarferð::.. Við frúin skruppum í langa helga ferð til Dublin á Írlandi, keyrðum suður á miðvikudaginn gistum í nýja húsinu hjá Haddó Gunna og grislingunum of flugum svo út seinnipart á fimmtudag. Við voru ekki komin á hótelið fyrr en seint á fimmtudagskvöld svo maður skolaði ekki niður mörgum Guiness á fimmtudagskvöldinu, ferðin var ágæt og það er ekki hægt að segja að Íslendingarnir hafi verið að flækjast fyrir okkur því það er varla hægt að segja að við höfum séð Mörlanda um helgina. Veðrið var þokkalegt þótt aðeins hafi rignt og ekki var verra að vera í þykkri peisu því veðurfarið var ekki ósvipað Íslensku haustveðri, við eyddum helginni í ráp milli verslana veitingarstaða og kaffihúsa, ásamt því að við skelltum okkur í bíó og sáum myndina The Boy in the Striped pyjamas. Bíóferðin var kannski ekki til frásagnar nema fyrir það að Írarnir voru búnir að breyta klukkunni og það hafði alveg farið fram hjá okkur, við vorum mætt að við héldum korter fyrir sýningu en þar sem við miss