
..::Gapastokk aftur?::.. Þrælaði mér á sleðann í gær og spændi upp um allt fjall í mjög skemmtilegu færi, það versta við annars fína ferð var að ég var bara einn að skemmta mér, en þetta var fín keyrsluæfing og ágætis líkamsrækt. Í morgun var svo komin sunnanfræsingur og asahláka, hlákan þyrfti eiginlega að vara nokkra daga, svo mætti frysta og gera gott hjarn. Miðað við allt bullið og vitleysuna á Íslandi undanfarið þá finnst mér þarft inlegg í umræðuna hvort ekki eigi að taka gapastokkinn upp aftur. Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu Gapastokkur er refsitól sem var notað til að niðurlægja afbrotamenn og var oft gert úr klofnum og götuðum stokk eða viðarborðum. Refsiþoli hafði hendur og háls í götum gapastokksins og stundum jafnvel fætur eða aðeins fætur. Gapastokkur gat þó einnig verið aðeins staur með hálshring, en þeir gengu undir nafninu stjaki. Á Íslandi var gapastokkur refsitæki um tíma, sérstaklega við minniháttar afbrotum og óhlýðni. Fyrst er lagt til að hann verði tekinn í n...