..::Gapastokk aftur?::..
Þrælaði mér á sleðann í gær og spændi upp um allt fjall í mjög skemmtilegu færi, það versta við annars fína ferð var að ég var bara einn að skemmta mér, en þetta var fín keyrsluæfing og ágætis líkamsrækt.
Í morgun var svo komin sunnanfræsingur og asahláka, hlákan þyrfti eiginlega að vara nokkra daga, svo mætti frysta og gera gott hjarn.
Miðað við allt bullið og vitleysuna á Íslandi undanfarið þá finnst mér þarft inlegg í umræðuna hvort ekki eigi að taka gapastokkinn upp aftur.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gapastokkur er refsitól sem var notað til að niðurlægja afbrotamenn og var oft gert úr klofnum og götuðum stokk eða viðarborðum. Refsiþoli hafði hendur og háls í götum gapastokksins og stundum jafnvel fætur eða aðeins fætur. Gapastokkur gat þó einnig verið aðeins staur með hálshring, en þeir gengu undir nafninu stjaki.
Á Íslandi var gapastokkur refsitæki um tíma, sérstaklega við minniháttar afbrotum og óhlýðni. Fyrst er lagt til að hann verði tekinn í notkun til að refsa þeim sem brutu lög um lausamennsku, flakk og betl árið 1685, en komst ekki í almenna notkun fyrr en á 18. öld og sérstaklega eftir að Húsagatilskipunin var lögfest 1746. Þeir voru þá gjarnan við kirkjur og refsiþolinn festur í gapastokkinn honum til niðurlægingar á messudögum. Íslenskir gapastokkar voru ekki eins og gapastokkar erlendis, jafnvel þó þeir hafi verið nefndir gapastokkar. Mætti í raun frekar kalla þá hespur, því þeir voru líkari hand- og fótajárnum sem voru á fjölförnum stöðum. Gapastokkurinn var aflagður á Íslandi með tilskipun árið 1809.
Þið megið svo koma með athugasemdir um hvern eða hverja þið vilduð helst sjá í gapastokk núna ;).
Læt þetta nægja í dag.
Gangið á Guðsvegum...............
Þrælaði mér á sleðann í gær og spændi upp um allt fjall í mjög skemmtilegu færi, það versta við annars fína ferð var að ég var bara einn að skemmta mér, en þetta var fín keyrsluæfing og ágætis líkamsrækt.
Í morgun var svo komin sunnanfræsingur og asahláka, hlákan þyrfti eiginlega að vara nokkra daga, svo mætti frysta og gera gott hjarn.
Miðað við allt bullið og vitleysuna á Íslandi undanfarið þá finnst mér þarft inlegg í umræðuna hvort ekki eigi að taka gapastokkinn upp aftur.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gapastokkur er refsitól sem var notað til að niðurlægja afbrotamenn og var oft gert úr klofnum og götuðum stokk eða viðarborðum. Refsiþoli hafði hendur og háls í götum gapastokksins og stundum jafnvel fætur eða aðeins fætur. Gapastokkur gat þó einnig verið aðeins staur með hálshring, en þeir gengu undir nafninu stjaki.
Á Íslandi var gapastokkur refsitæki um tíma, sérstaklega við minniháttar afbrotum og óhlýðni. Fyrst er lagt til að hann verði tekinn í notkun til að refsa þeim sem brutu lög um lausamennsku, flakk og betl árið 1685, en komst ekki í almenna notkun fyrr en á 18. öld og sérstaklega eftir að Húsagatilskipunin var lögfest 1746. Þeir voru þá gjarnan við kirkjur og refsiþolinn festur í gapastokkinn honum til niðurlægingar á messudögum. Íslenskir gapastokkar voru ekki eins og gapastokkar erlendis, jafnvel þó þeir hafi verið nefndir gapastokkar. Mætti í raun frekar kalla þá hespur, því þeir voru líkari hand- og fótajárnum sem voru á fjölförnum stöðum. Gapastokkurinn var aflagður á Íslandi með tilskipun árið 1809.
Þið megið svo koma með athugasemdir um hvern eða hverja þið vilduð helst sjá í gapastokk núna ;).
Læt þetta nægja í dag.
Gangið á Guðsvegum...............
Ummæli
Ég var farin að halda að það væru bara skoðanalausir einstaklingar sem kíkktu við hérna hjá mér, það commentar nánast engin en kannski er það bara kerfinu að kenna.
En varðandi aflögn Gapastokksins þá held ég að það hafi verið misráð að afleggja hann 1809, held að hann hefði virkað mun betur en þær aðferðir sem við beitum í refsingum nú til dags.