Það er nú meira hvað þessar inniverur lengjast alltaf hjá okkur, og alltaf af nógu af taka. Freon lagna dæmið í lestinni lítur aðeins betur út núna og eru þeir félagar að vonast til að það verði hægt að þrýstiprófa draslið í kvöld, ef allt verður í lagi þá á eftir að loka þessu og einangra, vonandi verður hægt að sleppa dollunni á morgun.
Mereke kom inn í morgun og Sónar fór á hádegi í dag, Eyborg fer í kvöld en við sitjum fastir í bilanasúpunni ,), en er ekki sagt að þeir síðustu verði fyrstir eða þannig.
En þetta fer að verða frekar fúlt að hanga svona dag eftir dag og bíða eftir að það sjáist fyrir endann á þessu.
En það þíðir ekkert annað en að brosa út í annað og horfa á björtu hliðarnar, “þegar hlutirnir eru orðnir svo slæmir að maður heldur að þeir geti ekki orðið verri, þá eru þeir líklega að byrja að skána”.
Það er búið að fresta fluginu hjá Jóni fram á Laugardag en sama flugrúta verður notuð.
Þetta er það helsta úr vesturheimi í dag.
Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur d...
Færslur
Sýnir færslur frá maí 4, 2003
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Það er ekki hægt að segja annað en að ég hafi svindlað á ykkur undanfarið ;), en ég nennti bara ekki að blogga, enda eins og tussa breidd á klett eftir allt bullið í kring um þessa löndunarvitleysu og aðrar bilanir..
Löndunarruglið fór alveg úr böndunum enduðu leikar þannig að ég varð að láta áhöfnina landa því að löndunargengið sagði að það væri of mikil freon mettun í lestinni. Það var engin helv freonmettun í lestinni en eftir því sem að okkur finnst líklegast þá var allt notað til þess að þurfa ekki að landa, við vorum með 30kg poka og vigtuðu sumir þeirra upp í 40kg, það eru allir aðrir komnir niður í 18kg poka og þeir voru ekki hrifnir af þessu, en við vorum að klára upp gamlar byrgðir af pokum og förum svo í 18kg eins og aðrir. Vonandi verður það til þess að við losnum við löndunarvesen í framtíðinni.
Það var svo búið að landa klukkan níu á mánudagsmorgun og voru mínir menn slæptir og þreyttir þegar þeir fóru í koju, en þeir stóðu sig eins og hetjur í lönduninni.
Svo var ver...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Komum inn til Bay Roberts klukkan níu í gærkvöldi að Nufy tíma.
Það var ausandi rigning og rok þegar við komum, en allt hafðist þetta og við komumst upp á bar fyrir tíu ;).
Lee var búin að græja fyrir okkur bílaleigubíl svo að við vorum færir í flestan sjó.
Svo byrjaði bingóið í morgun á því að maður var ræstur með orðsendingunni BIG PROBLEM orðsending sem ég er búin að fá að heyra það nokkrum sinnum undanfarna mánuði.
En þetta vandamál var freonleki í lestinni sem olli því að löndunargengið kvartaði yfir svima og með því voru þeir farnir frá borði.
Það varð náttúrulega að setja allt á fullt í að redda blásara til að soga mengaða loftið úr holunni svo hægt væri að halda löndun áfram.
Kanada mennirnir eru ekki að gera mikið úr Sunnudeginum og hér er allt á fullu hérna um borð.
Búið er að pumpa lofti úr lestinni í allan dag og kl 20:00 ætla þeir að byrja að landa, vonandi verður ekkert meira vesen á því.
En núna erum við Jón að fara út að éta svo að þetta verður ekki lengra í dag...