Komum inn til Bay Roberts klukkan níu í gærkvöldi að Nufy tíma.
Það var ausandi rigning og rok þegar við komum, en allt hafðist þetta og við komumst upp á bar fyrir tíu ;).
Lee var búin að græja fyrir okkur bílaleigubíl svo að við vorum færir í flestan sjó.
Svo byrjaði bingóið í morgun á því að maður var ræstur með orðsendingunni BIG PROBLEM orðsending sem ég er búin að fá að heyra það nokkrum sinnum undanfarna mánuði.
En þetta vandamál var freonleki í lestinni sem olli því að löndunargengið kvartaði yfir svima og með því voru þeir farnir frá borði.
Það varð náttúrulega að setja allt á fullt í að redda blásara til að soga mengaða loftið úr holunni svo hægt væri að halda löndun áfram.
Kanada mennirnir eru ekki að gera mikið úr Sunnudeginum og hér er allt á fullu hérna um borð.
Búið er að pumpa lofti úr lestinni í allan dag og kl 20:00 ætla þeir að byrja að landa, vonandi verður ekkert meira vesen á því.
En núna erum við Jón að fara út að éta svo að þetta verður ekki lengra í dag.
Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi