Færslur

Sýnir færslur frá apríl 27, 2003
Við vorum komnir inn á flóa fyrir hádegi, það var blankalogn og þokuslæða. Kiddi fór út með háþrýstidæluna og ferskvatns þvoði bakkann en við ætluðum að nota daginn í málingavinnu, fyrst við þurfum að hanga hérna á reki í allan dag vegna þessarar reglugerðarvitleysu sem engum gagn gerir. En þegar allt var nýþvegið og við biðum eftir að það þornaði á svo hægt væri að byrja, þá fór himininn að hágráta og er hann búin að hágráta í allan dag svo að öll málingavinna liggur niðri og bíður betri tíma. Við drápum bara á vélinni og erum búnir að láta reka á reiðanum í allan dag, Jón er náttúrulega búin að vera á fullu í að reina að grynnka á viðgerðarlistanum og gengur það þokkalega. Mesta skúffelsið er náttúrulega þetta tengi sem brotnaði í gær, sauðurinn sem setti þetta saman á Íslandi gleymdi gúmmíinu eða plastklossanum sem átti að vara í tenginu, og hann var ekki betur gefin en það að hann drullaði þessu bara saman þannig og lét gott heita, það lá náttúrulega ekkert annað fyrir en að þ...
Það var bölvaður kaldaskítur í alla nótt með tilheyrandi velting og gangleysi, en svo lagaðist veðrið í morgun. Ekki hefur borið mikið á ísnum en nokkrir borgarar eru á stangli hér og þar. Eftir hádegið þurftum við að stoppa vél vegna þess að kúpling á smurdælunni við spilgírinn brotnaði. Ekki var hægt að keyra vélina vegna þess að gírhelvítið smyr sig ekki. Það virðist vera mikið mál að ná sundur tenginu milli gírs og vélar, svo að það á að reina að tengja annan dæluræfil við til bráðabyrgða á landstíminu. Á meðan Jón og félagar eru að brasa í þessu þá rekum við á reiðanum í átt að Flæmska Hattinum á 1sm ferð. En það er alltaf hægt að finna ljósa punkta ef vel er leitað og þótt að við séum í djúpum skít núna þá stendur þó hausinn á okkur upp úr, ef þetta hefði gerst í gær meðan við vorum á veiðum þá er hætta á að við hefðum sokkið á kaf í skítinn ;). Við hefðum líklega ekki náð trollinu inn og það hefði kallað á enn fleiri vandamál. Sem sagt það hefði getað verið verra ;). Og ...
Kaldaskítur og lítil veiði hjá okkur í dag, en það hafðist samt að merja í holuna. Eftir að við vorum búnir að skola trollið og kippa hlerunum inn var byrjað að pjakka í land, það er vestanfíla svo að gangurinn er ekki upp á marga fiska en þetta hefst sjálfsagt fyrir rest ;). Það er einhver íshraglandi þegar það er komið inn fyrir 200sml svo að við veðum að pjakka eitthvað sunnar áður en við förum að halda vestur og norðvestur, allt til að gera þetta skemmtilegra. En þessu fylgir öllu einhverjir plúsar, maður getur sofið út í fyrramálið í fyrsta skiptið í túrnum ;). Hjá strákunum verður trollvinna og vinna við þrif mest alla landleiðina. Við erum að vonast til að ná því að vera í landi á laugardagskvöld að Kanadatíma, en samkvæmt tíu daga reglunni þá megum við ekki koma í höfn fyrr en fjórða maí. En miðnætti UTC dugir til að fullnægja reglugerðarskepnunni ;). Þar sem að það er allt á fullu hjá mér í að sinna strákunum og starfinu, þá verður þetta ekki lengra í dag. Bið Guð og g...
Þoka. Það er þoka á hattinum í dag, veður eins og maður kannast við héðan á sumrin, en þá liggur oft svartaþoka yfir öllu slektinu vikum saman. Ekki það að þokan sé slæm því að það er yfirleitt gott veður í þokunni þó að sólina vanti. Núna vantar okkur ekki mikið í holuna og ef að við fáum eitthvað í dag og morgun þá ættum við að ná því að loka þessum túr annað kvöld ;). Já þessari rispunni er að ljúka og framundan er landstím og innivera í Bay Roberts. Þar verður þessum kvikindum sem við erum búnir að hafa svo mikið fyrir að koma í holuna verður mokað upp á met tíma. Og þá byrjar slagurinn aftur við það að fá í holuna ;). Sami rúnturinn aftur og aftur túr eftir túr ár eftir áröld eftir öld, alltaf gengur þetta út á það sama. Það var orðið minna um rækju þar sem við vorum svo að eftir hádegisholið var kastað áfram norður á vit nýrra ævintýra, og vonandi meiri afla. Jón er búin að fá vísir af ferðaáætlun og flýgur hann um London, það var fínt að sjá það og vonandi verða ferð...
Rússaklipping að hætti kokksins, það var þjónustan sem ég fékk eftir hádegið ;). Já það er full þjónusta um borð í þessum dollum og eftir því sem ég best veit þá er alltaf einhver í áhöfninni sem getur klippt á þessum útflöggunarskútum. Að vísu er þetta engin tísku klipping með strípum og því öllu. Og sjálfsagt yrði maður ekki gjaldgengur á sýningu hjá hári og heilsu en hverjum er ekki sama?. Í gær dundaði ég mér við að rippa flesta cd diskana hans Jóns í mp3 og var því troðið í tölvuna, Steinríkur var alveg himinlifandi yfir þessu framtaki mínu og poppaði í alla nótt ,). Það er alltaf þetta fína veður og ég trúi því staðfastlega að sumarið hafi komið með nýja vindlingnum, þessum sem teiknar fallegu veðurkortin ;). Og núna ætla ég að leifa ykkur að njóta sögunnar sem vinur minn í Nufy sendi mér í gær. ---------------------------------- Spegilmynd úr lífi karlmanns Þegar ég var 14ára, var bara eitt sem mig langaði í, ”stúlku með stór brjóst”. Þegar ég var 16ára, var ég í...
Sunnan gola og sólarlaust, þetta er veðurlýsingin á hattinum í dag. Við tosuðum okkur norðar í nótt og erum núna á sama sjó og Arnarborg Eyborg og Otto, og aflinn ;( LA LA ekkert meira en það. En það er hálfgerður doði yfir manni eins og veðrinu og maður bíður bara eftir að tíminn líði, þetta er einn af þessum leiðinlegu dögum. Dögum sem maður vildi helst eyða undir sæng með góða bók og konfekt kassa, úbbs átti ég að sleppa súkkulaðinu? Neibb það er svo agalega gott að gúffa það í sig með góðri bók ,). Kiddi fór í rannsóknarleiðangur í lestina og plássið er eitthvað að minnka en það verður hart á því að við náum að fylla, tíminn er að renna út úr höndunum á manni. En það þýðir ekki að væla yfir því og maður lifir enn í voninni um að tími kraftaverkanna sé ekki liðin svo að allt getur gerst. Það er alveg lokað fyrir það að ég geti komið nokkru á blað eins og stendur ;) og er þetta blogg að renna út í sandinn eins og túrinn ;) ;). Maður er bara eins og hundurinn sem sér allt í sv...
Sunnudagur til sælu ;), sælan lætur að vísu standa á sér en svo er það kannski matsatriði hvað telst til sælu?. Prufuðum aðeins grynnra í nótt og þar var bæði minna magn og smærri rækja, hún var eitursmá greyið litla og ekkert annað að gera en að reina eitthvað annað dýpi. Veiðin virðist vera eitthvað lakari í dag en undanfarna daga svona heilt yfir svo að þessi lægð er ekki eyrnamerkt okkur ;). Ég hafði nú hugsað mér að vera góður í dag og deila ekki á neitt, reina frekar að líta á björtu hliðar lífsins og láta allt hið illa og vonda lönd og leið. Sjáum hvort við getum ekki grafið upp eitthvað til að brosa að ;). Er okkur ekki farið að langa í brandara? Eitt sinn voru Íri Breti og Claudia Shiffer að ferðast saman í lest þvert yfir Tasmaníu. Skyndilega fór lestin inn í göng, þetta var gömul lest og það voru engin ljós í vögnunum svo að þar varð kolsvarta myrkur. Það heyrðist kossahljóð og svo var einhver sleginn. Þegar lestin kom út úr göngunum sátu Claudia og Írinn eins ...