Rússaklipping að hætti kokksins, það var þjónustan sem ég fékk eftir hádegið ;).
Já það er full þjónusta um borð í þessum dollum og eftir því sem ég best veit þá er alltaf einhver í áhöfninni sem getur klippt á þessum útflöggunarskútum.
Að vísu er þetta engin tísku klipping með strípum og því öllu.
Og sjálfsagt yrði maður ekki gjaldgengur á sýningu hjá hári og heilsu en hverjum er ekki sama?.
Í gær dundaði ég mér við að rippa flesta cd diskana hans Jóns í mp3 og var því troðið í tölvuna, Steinríkur var alveg himinlifandi yfir þessu framtaki mínu og poppaði í alla nótt ,).
Það er alltaf þetta fína veður og ég trúi því staðfastlega að sumarið hafi komið með nýja vindlingnum, þessum sem teiknar fallegu veðurkortin ;).
Og núna ætla ég að leifa ykkur að njóta sögunnar sem vinur minn í Nufy sendi mér í gær.
----------------------------------
Spegilmynd úr lífi karlmanns

Þegar ég var 14ára, var bara eitt sem mig langaði í, ”stúlku með stór brjóst”.

Þegar ég var 16ára, var ég í sambandi við stelpu með stór brjóst en það var engin ástríða í því sambandi. Svo ég ákvað að mig vantaði ástríðufulla stúlku til að gefa lífi mínu eitthvert gildi.

Í framahaldsskóla, var ég í sambandi við ástríðufulla stúlku, en hún var allt og tilfinningarík. Allt var svo erfitt, hún var algjör barbídúkka, grét yfir öllu og hótaði sjálfsmorði.

Ég ákvað að það sem ég þyrfti væri stúlka með stöðugleika í lífinu.
Ég fann mjög stöðuga stúlku, en hún var leiðinleg. Hún var auðlesin og ekkert kom henni til eða setti hana úr jafnvægi.

Lífið varð svo dauft og litlaust og ég sá lífið í svarthvítu eins og hundurinn.
Ég ákvað að ég þyrfti spennandi stúlku.
Og ég fann spennandi stúlku, en ég hafði ekki við henni. Hún þeyttist úr einu í annað, og fann sig ekki í neinu. Hún gerði heimskulega hluti í fljótfærni, og daðraði við alla sem hún hitti. Hún gerði mig vansælan eins oft og hún gerði mig hamingjusaman.
Hún var kraftmikil og skemmtileg, en gjörsamlega stefnulaus!.

Svo að ég ákvað að finna mér metnaðarfulla stúlku. Eftir framahaldsskóla kynntist ég klárri metnaðarfullri stúlku sem var með báða fætlurnar á jörðinni, ég giftist henni.
En hún var svo metnaðarfull að hún skildi við mig og hirti allt sem ég hafði átt.

Í dag er bara eitt sem mig langar í, ”stúlku með stór brjóst”.
----------------------------------
Nokkuð skondin saga ekki satt? Halló halló hvar eru skemmtilegurnar, “BROSA ,)”
Nógur tími til að vera með fýlusvip þegar þið verðið komin á sex feta dýpi í trékassanum, en núna er bannað að vera fúl/fúll.
Ég veit um einn sem hélt að hann væri að verða fúll, en hann áttaði sig í tíma og slapp fyrir horn, rétt slapp ,).
Þeir félagar Jón og Kiddi brosa alla daga núna enda er þetta sjótímabil að verða búið hjá þeim og frí með fjölskyldunni framundan.
Hafið þið einhvertímann hugsað um það hvað þið eigið gott að hafa heilsu getað tjáð ykkur og hreift, vitið þið að þetta eru forréttindi sem að gera það að verkum að það er bannað að kvarta og kveina.
Mér er oft hugsað til þeirra sem eru fangar í eigin líkama, geta ekki tjáð sig eða hreift og eru að öllu leiti ósjálfbjarga og upp á aðra komnir með allt, hugurinn kannski í fínu lagi en engin von um bata. Hvernig ætli líf þessa fólks sé, ætli það hafi ekki sömu þrár og væntingar og við til lífsins og eða ætli það sé bara að bíða eftir að þessu ljúki?
Veltið þessu aðeins fyrir ykkur áður en þið farið að væla yfir ykkar hlutskipti næst.
Það er kannski ekki eins slæmt og þið haldið!
Hamingjan er ekki fólgin í peningum eins og svo margir vilja hugsa, og ríkidæmi felst ekki alltaf í steinsteypu og dauðum hlutum.
Sá er ríkur sem á heilbrigða fjölskyldu og hefur heilsu og getu til að takast á við lífið og þau viðfangsefni sem það bíður upp á. Þetta er að vísu bara mín skoðun en skoðun samt og vonandi er ég ekki einn á þessu máli.
Og með þessum orðum klikka ég út í dag.

Óska þess að Guð og gæfan fylgi ykkur um hvert fótmál, lækni þá sem sjúkir eru og veiti þeim sem minna mega sín hamingju og hlýju.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi