Kaldaskítur og lítil veiði hjá okkur í dag, en það hafðist samt að merja í holuna.
Eftir að við vorum búnir að skola trollið og kippa hlerunum inn var byrjað að pjakka í land, það er vestanfíla svo að gangurinn er ekki upp á marga fiska en þetta hefst sjálfsagt fyrir rest ;).
Það er einhver íshraglandi þegar það er komið inn fyrir 200sml svo að við veðum að pjakka eitthvað sunnar áður en við förum að halda vestur og norðvestur, allt til að gera þetta skemmtilegra.
En þessu fylgir öllu einhverjir plúsar, maður getur sofið út í fyrramálið í fyrsta skiptið í túrnum ;).
Hjá strákunum verður trollvinna og vinna við þrif mest alla landleiðina.
Við erum að vonast til að ná því að vera í landi á laugardagskvöld að Kanadatíma, en samkvæmt tíu daga reglunni þá megum við ekki koma í höfn fyrr en fjórða maí.
En miðnætti UTC dugir til að fullnægja reglugerðarskepnunni ;).
Þar sem að það er allt á fullu hjá mér í að sinna strákunum og starfinu, þá verður þetta ekki lengra í dag.
Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur um öngstræti lífsins.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi