Við vorum komnir inn á flóa fyrir hádegi, það var blankalogn og þokuslæða.
Kiddi fór út með háþrýstidæluna og ferskvatns þvoði bakkann en við ætluðum að nota daginn í málingavinnu, fyrst við þurfum að hanga hérna á reki í allan dag vegna þessarar reglugerðarvitleysu sem engum gagn gerir.
En þegar allt var nýþvegið og við biðum eftir að það þornaði á svo hægt væri að byrja, þá fór himininn að hágráta og er hann búin að hágráta í allan dag svo að öll málingavinna liggur niðri og bíður betri tíma.
Við drápum bara á vélinni og erum búnir að láta reka á reiðanum í allan dag, Jón er náttúrulega búin að vera á fullu í að reina að grynnka á viðgerðarlistanum og gengur það þokkalega. Mesta skúffelsið er náttúrulega þetta tengi sem brotnaði í gær, sauðurinn sem setti þetta saman á Íslandi gleymdi gúmmíinu eða plastklossanum sem átti að vara í tenginu, og hann var ekki betur gefin en það að hann drullaði þessu bara saman þannig og lét gott heita, það lá náttúrulega ekkert annað fyrir en að þetta færi beina leið til anskotans sem það og gerði.
En það þíðir sjálfsagt ekkert að væla yfir orðnum hlut, og ekkert annað til ráða en að reina að vinna sig út úr þessu.
Á morgun á svo að byrja að landa klukkan átta að staðartíma og einnig verður byrjað á einhverju af þessum viðgerðum sem liggja fyrir, þar er af nógu að taka.
Prógrammið er að vera búnir að binda dolluna í Bay Roberts á miðnætti í kvöld ;).
Lengri plön er varhugavert að gera þessa dagana ;).
Læt þetta duga í dag.
Bið Guðs engla að flögra yfir ykkur og passa ykkur fyrir vondu köllunum þeir eru fleiri en þið gerið ráð fyrir.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi