Sunnan gola og sólarlaust, þetta er veðurlýsingin á hattinum í dag.
Við tosuðum okkur norðar í nótt og erum núna á sama sjó og Arnarborg Eyborg og Otto, og aflinn ;( LA LA ekkert meira en það.
En það er hálfgerður doði yfir manni eins og veðrinu og maður bíður bara eftir að tíminn líði, þetta er einn af þessum leiðinlegu dögum.
Dögum sem maður vildi helst eyða undir sæng með góða bók og konfekt kassa, úbbs átti ég að sleppa súkkulaðinu? Neibb það er svo agalega gott að gúffa það í sig með góðri bók ,).
Kiddi fór í rannsóknarleiðangur í lestina og plássið er eitthvað að minnka en það verður hart á því að við náum að fylla, tíminn er að renna út úr höndunum á manni.
En það þýðir ekki að væla yfir því og maður lifir enn í voninni um að tími kraftaverkanna sé ekki liðin svo að allt getur gerst.
Það er alveg lokað fyrir það að ég geti komið nokkru á blað eins og stendur ;) og er þetta blogg að renna út í sandinn eins og túrinn ;) ;).
Maður er bara eins og hundurinn sem sér allt í svarthvítu, en fyrst minnst er á hunda þá sá ég alveg frábæra græju fyrir hunda í gömlum Quelle lista fyrir mörgum árum.
Þetta var hugsað til hundaþjálfunar “GELT VARI” hálsól með rafmagnsspenni sem stjórnað er með fjarstýringu, ég sá staks fyrir mér meira notagildi á græjuna.
Þetta lá í dvala hjá mér og var gleymt þangað til um daginn þegar ég var að fletta Canadian Tire catalog og þá birtist þessi græja eins og hvalreki á fjöru mína.
Það mætti t.d spenna þetta á Lettana á dekkinu og svo væri maður bara með fjarstýringuna upp í brú og stuðaði þá ef þeir æðu í villu og svima ,).
Einn félagi minn sá fyrir sér að auðveldara yrði að temja barnabörnin, ég sá hann ljóslifandi fyrir mér sitjandi með fjarstýringuna í ruggustólnum á veröndinni og barnabörnin þæg og góð við leik í garðinum.
Svona mætti sjálfsagt endalaust halda áfram, t.d hefði þetta örugglega gagnast sundlaugarverðinum á Eskifirði mun betur en dómaraflautan, svo hefði verið hægt að stytta sturtutímann til muna með því að gefa sundgestum skot í sturtunni ,).
Einnig hefði þetta örugglega virkað vel í tónlistartímum sem maður sótti hjá Violettu þegar maður var barn, Gelt varin hefði létt henni sporin þegar hún sá sig tilneydda til að snúa upp á eyrun á manni, hún hefði bara þurft að ÝTA á takkann.
Já þetta er þarfatæki sem ætti að vera til á hverju heimili, og ekki er verðið óyfirstíganlegt 59.9cad eða ca 3300islkr.
Jamm þessi hlutur er tæki mánaðarins í Erlu og geri ég ráð fyrir að fjárfesta í slíkum búnaði fyrir báðar vaktir í inniverunni ,).
Ekki veit ég hvort þið hafið húmor fyrir þessu enda nokkuð sama, við erum oft svo upptekin af því að gera öðrum til geðs og þóknast hinum og þessum, að stundum erum við búin að gleyma því hver við sjálf erum.
Hættið að hugsa um það sem öðrum finnst og gerið það sem ykkur finnst sjálfum gaman af og segið það sem ykkur finns, lífið er allt of stutt til að eyða því í að reina að þóknast öðru fólki, fólki sem oftar en ekki metur ykkur minna fyrir vikið.
Læt þetta duga í dag.......................................
Bið Guð og hans fiðruðu flugsveit að styðja við þá sem eiga bágt og minna mega sín fyrir allri þeirri vonsku og illsku sem á hnattkúlunni þrífst.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Við tosuðum okkur norðar í nótt og erum núna á sama sjó og Arnarborg Eyborg og Otto, og aflinn ;( LA LA ekkert meira en það.
En það er hálfgerður doði yfir manni eins og veðrinu og maður bíður bara eftir að tíminn líði, þetta er einn af þessum leiðinlegu dögum.
Dögum sem maður vildi helst eyða undir sæng með góða bók og konfekt kassa, úbbs átti ég að sleppa súkkulaðinu? Neibb það er svo agalega gott að gúffa það í sig með góðri bók ,).
Kiddi fór í rannsóknarleiðangur í lestina og plássið er eitthvað að minnka en það verður hart á því að við náum að fylla, tíminn er að renna út úr höndunum á manni.
En það þýðir ekki að væla yfir því og maður lifir enn í voninni um að tími kraftaverkanna sé ekki liðin svo að allt getur gerst.
Það er alveg lokað fyrir það að ég geti komið nokkru á blað eins og stendur ;) og er þetta blogg að renna út í sandinn eins og túrinn ;) ;).
Maður er bara eins og hundurinn sem sér allt í svarthvítu, en fyrst minnst er á hunda þá sá ég alveg frábæra græju fyrir hunda í gömlum Quelle lista fyrir mörgum árum.
Þetta var hugsað til hundaþjálfunar “GELT VARI” hálsól með rafmagnsspenni sem stjórnað er með fjarstýringu, ég sá staks fyrir mér meira notagildi á græjuna.
Þetta lá í dvala hjá mér og var gleymt þangað til um daginn þegar ég var að fletta Canadian Tire catalog og þá birtist þessi græja eins og hvalreki á fjöru mína.
Það mætti t.d spenna þetta á Lettana á dekkinu og svo væri maður bara með fjarstýringuna upp í brú og stuðaði þá ef þeir æðu í villu og svima ,).
Einn félagi minn sá fyrir sér að auðveldara yrði að temja barnabörnin, ég sá hann ljóslifandi fyrir mér sitjandi með fjarstýringuna í ruggustólnum á veröndinni og barnabörnin þæg og góð við leik í garðinum.
Svona mætti sjálfsagt endalaust halda áfram, t.d hefði þetta örugglega gagnast sundlaugarverðinum á Eskifirði mun betur en dómaraflautan, svo hefði verið hægt að stytta sturtutímann til muna með því að gefa sundgestum skot í sturtunni ,).
Einnig hefði þetta örugglega virkað vel í tónlistartímum sem maður sótti hjá Violettu þegar maður var barn, Gelt varin hefði létt henni sporin þegar hún sá sig tilneydda til að snúa upp á eyrun á manni, hún hefði bara þurft að ÝTA á takkann.
Já þetta er þarfatæki sem ætti að vera til á hverju heimili, og ekki er verðið óyfirstíganlegt 59.9cad eða ca 3300islkr.
Jamm þessi hlutur er tæki mánaðarins í Erlu og geri ég ráð fyrir að fjárfesta í slíkum búnaði fyrir báðar vaktir í inniverunni ,).
Ekki veit ég hvort þið hafið húmor fyrir þessu enda nokkuð sama, við erum oft svo upptekin af því að gera öðrum til geðs og þóknast hinum og þessum, að stundum erum við búin að gleyma því hver við sjálf erum.
Hættið að hugsa um það sem öðrum finnst og gerið það sem ykkur finnst sjálfum gaman af og segið það sem ykkur finns, lífið er allt of stutt til að eyða því í að reina að þóknast öðru fólki, fólki sem oftar en ekki metur ykkur minna fyrir vikið.
Læt þetta duga í dag.......................................
Bið Guð og hans fiðruðu flugsveit að styðja við þá sem eiga bágt og minna mega sín fyrir allri þeirri vonsku og illsku sem á hnattkúlunni þrífst.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Ummæli