Færslur

Sýnir færslur frá apríl 13, 2003
Blíðuveður á þúfunni í dag, og einhver veiði en mér finnst hún ekki vera eyrnamerkt okkur svo að betur má ef duga skal. Trollið okkar á stórafmæli 21 Maí næstkomandi en þá verður það 5ára svo að það er kannski ekki í tísku lengur, en nú á að ráðast gegn því og skipta út haug af neti í nótt. Við erum að fara að ná í stýrisviðnámið í Lóm 2 og svo þarf Nonni eitthvað að stoppa höfuðmótorinn svo að það er lag að fara í trolldrusluna. Kiddi er búin að vera allan seinnipartinn að skera til stykki sem fyrirhugað er að setja í trollið í nótt. Svo verðum við bara að treysta á Guð og lukkuna um að við séum að gera rétt ;), en maður getur alltaf falið sig bak við orðtiltækið “sá sem aldrei gerir mistök gerir aldrei neitt!” ef þetta virkar ekki. Ég talaði við Bjössa vin minn á Andvara í dag og sagðist hann hafa verið sólarhring á reki meðan gert var við aðalvélina en nú var allt farið að snúast hjá honum aftur sem betur fer, já það eru skin og skúrir hjá fleirum en okkur ;). Ekki skilaði sé...
Vestaáttin í gær var svo stíf að við náðum engan vegin að halda stefnu á Dollunni og hröktumst niður á botnlaust áður en að maður gafst upp. Við dömluðum svo á Norðurhornið og köstuðum þar í morgun klukkan 06. Það er svo búin að vera golukaldi og frost í allan dag, og Dollan frekar kuldaleg á að líta en það er ísskæni yfir öllu. Það eru nokkur skip hérna á svipuðu róli á norðurhorninu, Borgin Otto Pétur Jóns og Lómur 2 svo er Eyborgin hérna á norðvesturhorninu. Það er ákaflega lítið að frétta héðan, einn Norsk/Rússnenskur togari er á reki bilaður 100sml austur af hattinum en Norðmennirnir eru svo nískir að þeir hafa ekki vilja taka þeim tilboðum sem þeim hafa verið gerð um drátt í land, og mér skilst að núna sé búið að semja við einhvern dráttarbát í Nufy um að koma út og sækja þá. Ég kannast vel við þennan bát en hann var mikið á sama sjó og ég í Barentshafinu á sínum tíma, þá undir stjórn færeyings sem heitir Alfreð. Þetta skip er gamall síðutogari sem búið er að breyta í skut...
Suðvestan bræluskítur og veltingur, þannig mætti dagurinn okkur Kidda klukkan 05:30 í morgun og afli næturinnar losaði eina smálest af rauðagulli. Við köstuðum áfram norður eftir kantinum með hugann norður á horn, annars er skrítið að menn tali um norðurhorn á þessari þúfu, þetta er eins og golfkúla sem skorin hefur verið í tvennt og öðrum helmingnum klesst á hafsbotninn, svo draga menn utan í hálfkúlunni og tala svo um að þér séu í austurkanti norðurhorni vesturkanti suðausturhorni eða Guð má vita hvað þetta er allt kallað, en þetta er samt fyrsti hyrndi hringurinn sem ég heyri talað um ;). Skúli vinur minn á Ottó er búin að vera að draga hérna með okkur en hann reif trollið í dag svo að hann er úr leik í augnablikinu, ég sé nú samt ekki að hann sé að missa af miklu því að hérna blikkar aumingjaræfilinn eftir þriggja tíma tog. Ekki fær maður neitt páskaeggið þetta árið en ég hefði geta fengið mér súkkulaðipáskahéra í landi en nennti ekki að vera brasa með hann, enda á maður sjálfsa...
Ekki eru allar ferðir til fjár, það sannreyndist síðastliðna nótt þegar næturholið var hífað. Aflinn var 0.0kg af rækju og tvær olíutunnur í grindinni, jamm þetta var bara eins og í Andrés Önd nema það vantaði bara bíldekkið og stígvélið ;). En það þíðir víst lítið að síta það og það verður að taka þessi hol líka þó þau séu manni ekki að skapi ;). Næsta hal slapp svo fyrir horn svo að það lyftist aðeins brúnin á manni. Ekki var svo ljósið að flýta sér á þriðja holi dagsins, og má segja að það hafi verið eins og meðganga hjá fíl og ekki útséð hvort eitthvað er að myndast ,en þolinmæðin þrautir vinnur allar og á endanum náðist að mæða þessi ljós fram. En maður var orðin ansi framlár og þreyttur á sálinni. Það er alveg með ólíkindum hvað þessi nauðaómerkilegu gulu og rauðu ljós geta gert manni gramt í geði eða glatt mann allt eftir hvor liturinn logar ,). Jón vélastjóri er búin að vera svartur upp fyrir haus i fucking tjökkunum sem við ætluðum að nota til að stoppa hleraóhemjurnar,...
Drullubræla. Það var drullubræla í allan gærdag og það er enn skítaveður hjá okkur með tilheyrandi velting og aflaleysi. Í dag þegar við vorum að taka trollið þá brotnaði önnur búkklegan á nýja keflinu svo að það sleit sig laust af búkkanum og hentist aftur á dekk, sem betur fer varð engin fyrir fljúgandi keflinu og allir sluppu ómeiddir, en þetta var bölvað rassgat að missa þetta kefli því að það var svo miklu fljótlegra að taka trollið og léttara að vinna á dekkinu meðan það var í lagi ;(. En það virðast vera einhver álög á dollunni og það er ekki nóg með að gamlir hlutir bili, heldur er alveg undir hælinn lagt hvort nýir hlutir virka hérna um borð, já þetta er með afbrygðum furðulegt og satt best að segja hef ég aldrei komið í skip með svona óhreina sál. Einhvertímann hefði verið sagt að það væru álög á þessu en ég veit ekki undir hvað þetta flokkast nú á dögum, líklega ólukkufleytu. Maður fer að verða alveg ráðþrota gegn allri þessari ólukku og veit ekki hvað kemur næst, það ke...
Þetta er búin að vera meiri brælu dagurinn og dollan búin að velta fyrir lífstíð. Við tókum trollið inn fyrir klukkan fimm í morgun og héldum sjó til klukkan sex í kvöld. Já það er svo sem ekki mikið annað að segja, hér eru menn ósofnir og slæptir eftir allan veltinginn, og honum er hreint ekki lokið. Það verður svona kaldaskítur eftir kortinu næstu daga ;(. Það sem ég verð að halda mér með annarri hendi meðan ég reyni að pára þetta þá læt ég þetta duga í dag. Guð geimi ykkur hvar sem þið eruð.
13.04.2003 Í dag er svartaþoka og suðvestan kaldafíla á húfutetrinu, en veðrið er samt skárra en veðurkortið segir til um, samkvæmt veðurkortinu gæti orðið drullubræla í dag og á morgun en við verðum að vona það besta ;). En maður er fljótur að gleyma sér í góða veðrinu og finnst þetta bölvað óréttlæti að vera koma með þessa brælu núna, er ekki að koma sumar? Segjum bara að þetta sé síðasta andvarp vetrarins ;). Þetta er búin að vera hinn mesti rólegheita dagur (6-11-14 bank bank) og ekkert stórkostlegt komið upp enn, hlífin yfir skutkeflinu gafst að vísu upp á áreiti hleranna síðast þegar varpan var innbirt og kvaddi hlífin dolluna, sveif hlífin burt í stórum boga og hvarf í svartan sæ. Núna liggur hún á hafsbotninum og bíður þess að ryðga niður og ganga út í hina endalausu lífskeðju á nýjan leik. En hjá okkur hinum heldur lífið áfram á sinni vanalegu ferð ca 24klst á sólarhring, óstýrlátu hlerarnir snúa sér bara að næsta lið í gjöreyðingastefnu sinni og spurningin verður hvað...
12 04 2003 Erum komnir í austurkantinn á Hattinum og og og sennilega hefur verið betra að vera vélstjóri en skipstjóri á dollunni í dag ;). Ekki duttum við í lukkupottin hérna, en það litla sem fæst er skárri rækja, ætli það sé ekki að ganga yfir eitthvað smáveiðitímabil það væri eftir öllum bókum að við hittum í það, allavega misstum við af skotinu sem var á meðan við sleiktum sárin í landi, og svo gufaði allt upp þegar við mættum ;) það er ekki hægt að segja annað en að lukkudísirnar svífi yfir dollunni ;). Ég var farin að halda að trollið væri rifið í dag því að það ætlaði aldrei að koma ljós á nemann og þegar hann kom þá vildi hann ekki stoppa. Ég varð að fara niður í klefa og ná mér í nammi og gúffa því í mig til að hugga mig yfir hlutskipti mínu ,) agalega á maður nú bágt........... Ég fékk ansi skemmtilegt bréf frá US coast guard ice patrol í gær þar sem þeir voru að þakka mér fyrir ís reportið á útleiðinni, maður var nú svolítið montinn með það að fá svona viðbrögð vi...