12 04 2003
Erum komnir í austurkantinn á Hattinum og og og sennilega hefur verið betra að vera

vélstjóri en skipstjóri á dollunni í dag ;).
Ekki duttum við í lukkupottin hérna, en það litla sem fæst er skárri rækja, ætli það sé ekki að ganga yfir eitthvað smáveiðitímabil það væri eftir öllum bókum að við hittum í það, allavega misstum við af skotinu sem var á meðan við sleiktum sárin í landi, og svo gufaði allt upp þegar við mættum ;) það er ekki hægt að segja annað en að lukkudísirnar svífi yfir dollunni ;).
Ég var farin að halda að trollið væri rifið í dag því að það ætlaði aldrei að koma ljós á nemann og þegar hann kom þá vildi hann ekki stoppa.
Ég varð að fara niður í klefa og ná mér í nammi og gúffa því í mig til að hugga mig yfir hlutskipti mínu ,) agalega á maður nú bágt...........
Ég fékk ansi skemmtilegt bréf frá US coast guard ice patrol í gær þar sem þeir voru að þakka mér fyrir ís reportið á útleiðinni, maður var nú svolítið montinn með það að fá svona viðbrögð við því sem mér þótti harla ómerkilegt ;) já það þarf ekki mikið til að gleðja mann þessa dagana ;).
Ekki virka nýju sjódælumótorarnir og standa menn þar á gati eins og fótalaus kona, og núna er bakborðstogvindan farin að svitna meira og meira, auðvitað lekur svitinn úr henni beint á bremsuna svo að hún heldur litlu. Ætli næsta innivera í landi rauðu laufblaðanna verði ekki lengri í annan endann eins og sú fyrri en við því er víst lítið að gera og það verður að taka þessu öllu með stóískri ró, á endanum hlýtur fræið að spíra, ha er það ekki?.
Maður er svo gjörsamlega úr Contact við umheiminn að maður hefur ekki hugmynd um gang mála í Írak, eitthvað er útvarpsmótakan hjá okkur að heiman bág, og maður nær engu nema radíó ga ga í Kanada, þar eru menn í eigin heimi og spila bara Contry fólka music og auglýsa kjúklingabita og annað ruslafæði á dúndurtilboði, það eru svo sem ágætis fréttir en ekki kanski beint það sem okkur þyrstir í.
Hvernig gengur barátta Runna Georgs og Satan Hussein, er Satan dauður eða er hann komin með runnaklippurnar í hárið á Georg? Það sendir okkur kannski einhver góðhjörtuð persóna smá fréttaskot úr heimsmálunum, nú og ekki sakaði eitthvað slúður frá Ísalandi ;).
Er Össur enn með þverslaufuna, Pétur Blöndal flaumósa og Bláa biðukollan að valta yfir allt með frekju og yfirgangi, og hvernig miðar Halldóri í selskinnsjakkanum? Það er fatnaður sem ég mæli með ég gæti hugsað mér að kjósa kallinn út á jakkann, hann er langflottastur. Úbbs gleymdi ég Langanesrauð vonandi eru ekki allir svona gleymnir......
Annars er kannski best að vera ekki að eiða orku í einhverja hluti sem okkur kemur ekkert við, reina frekar að einbeita sér frekar að vandamálum Dollunar, þar er alltaf af nógu að taka ,).
Uss þetta fer að verða tíu minntu bréf, og engar smá piparminntur sem ég er með og agalega gott að bryðja þær, þær eru á stærð við stóru piparminnturnar sem maður sér stundum í almenning hlandskálum, EKKI BORÐA MINTURNA ÚR HLANDSKÁLINNI! Þetta sá ég einu sinni skrifað upp á vegg á klósetti í öldurhúsi úti í Bretlandi og þótti mjög fyndið, enda alltaf pláss fyrir góðan húmor..........
Læt þetta nægja í dag.
Megi Guð og gæfan fylgja ykkur um öngstræti lífsins.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi