13.04.2003
Í dag er svartaþoka og suðvestan kaldafíla á húfutetrinu, en veðrið er samt skárra en
veðurkortið segir til um, samkvæmt veðurkortinu gæti orðið drullubræla í dag og á morgun en við verðum að vona það besta ;).
En maður er fljótur að gleyma sér í góða veðrinu og finnst þetta bölvað óréttlæti að vera koma með þessa brælu núna, er ekki að koma sumar? Segjum bara að þetta sé síðasta andvarp vetrarins ;).
Þetta er búin að vera hinn mesti rólegheita dagur (6-11-14 bank bank) og ekkert stórkostlegt komið upp enn, hlífin yfir skutkeflinu gafst að vísu upp á áreiti hleranna síðast þegar varpan var innbirt og kvaddi hlífin dolluna, sveif hlífin burt í stórum boga og hvarf í svartan sæ. Núna liggur hún á hafsbotninum og bíður þess að ryðga niður og ganga út í hina endalausu lífskeðju á nýjan leik.
En hjá okkur hinum heldur lífið áfram á sinni vanalegu ferð ca 24klst á sólarhring, óstýrlátu hlerarnir snúa sér bara að næsta lið í gjöreyðingastefnu sinni og spurningin verður hvað fýkur burt næst?
Ég fann tvö frábær dagblöð í borðsalnum í dag, þau eru að vísu ársgömul en standa fyllilega fyrir sínu, það má segja að þau séu eins og vín skáni með aldrinum.
Þetta eru Færeysk dagblöð, Dimmaletting (óheft og álítandi) og Sosialurin, ég er rétt byrjaður að glugga í annað og þetta er þvílíka skemmtilesningin að ég verð að spara mér þau einhvern tíma.
Læt hér fylgja eina smáauglýsingu úr Dimmaletting:
----------------------------------------------
Hundahvolpur Ynskist
Vit vilja fegin hafa ein hundahvolp i summar,
Helst eftir midjan juli.
Puddil ella liknandi lítið og
Langhárut vinaligt
Hundslag.
Tef. 8816-314-49297
----------------------------------------------
Þetta er náttúrulega snilld þetta mál, það eru svo mörg orð sem eru eins en merkja þveröfugt það sem við lesum út, líklega er eins gaman fyrir færeyingana að lesa úr Íslenskunni, en hvernig væri lífið ef við hefðum ekki svolítið gaman af því?
Verum sammála Megasi og smælum frama í heiminn því þá smælar heimurinn framan i okkur ,) ekki satt?.
Ég hef ekki þurft að hugga mig eins mikið á namminu í dag, en samt er fokið í belginn óseðjandi eitt stykki Orange Kit Kat og einhverja minntur ;) úbbs.
Er þetta ekki bara orðið ágætt í dag, ég held það.
Bið Guð almáttugan og englahirð hans að vaka yfir ykkur hvar sem þið kunnið að vera.
Yours truly,
<°((()>< Hörður ><()))°>
Í dag er svartaþoka og suðvestan kaldafíla á húfutetrinu, en veðrið er samt skárra en
veðurkortið segir til um, samkvæmt veðurkortinu gæti orðið drullubræla í dag og á morgun en við verðum að vona það besta ;).
En maður er fljótur að gleyma sér í góða veðrinu og finnst þetta bölvað óréttlæti að vera koma með þessa brælu núna, er ekki að koma sumar? Segjum bara að þetta sé síðasta andvarp vetrarins ;).
Þetta er búin að vera hinn mesti rólegheita dagur (6-11-14 bank bank) og ekkert stórkostlegt komið upp enn, hlífin yfir skutkeflinu gafst að vísu upp á áreiti hleranna síðast þegar varpan var innbirt og kvaddi hlífin dolluna, sveif hlífin burt í stórum boga og hvarf í svartan sæ. Núna liggur hún á hafsbotninum og bíður þess að ryðga niður og ganga út í hina endalausu lífskeðju á nýjan leik.
En hjá okkur hinum heldur lífið áfram á sinni vanalegu ferð ca 24klst á sólarhring, óstýrlátu hlerarnir snúa sér bara að næsta lið í gjöreyðingastefnu sinni og spurningin verður hvað fýkur burt næst?
Ég fann tvö frábær dagblöð í borðsalnum í dag, þau eru að vísu ársgömul en standa fyllilega fyrir sínu, það má segja að þau séu eins og vín skáni með aldrinum.
Þetta eru Færeysk dagblöð, Dimmaletting (óheft og álítandi) og Sosialurin, ég er rétt byrjaður að glugga í annað og þetta er þvílíka skemmtilesningin að ég verð að spara mér þau einhvern tíma.
Læt hér fylgja eina smáauglýsingu úr Dimmaletting:
----------------------------------------------
Hundahvolpur Ynskist
Vit vilja fegin hafa ein hundahvolp i summar,
Helst eftir midjan juli.
Puddil ella liknandi lítið og
Langhárut vinaligt
Hundslag.
Tef. 8816-314-49297
----------------------------------------------
Þetta er náttúrulega snilld þetta mál, það eru svo mörg orð sem eru eins en merkja þveröfugt það sem við lesum út, líklega er eins gaman fyrir færeyingana að lesa úr Íslenskunni, en hvernig væri lífið ef við hefðum ekki svolítið gaman af því?
Verum sammála Megasi og smælum frama í heiminn því þá smælar heimurinn framan i okkur ,) ekki satt?.
Ég hef ekki þurft að hugga mig eins mikið á namminu í dag, en samt er fokið í belginn óseðjandi eitt stykki Orange Kit Kat og einhverja minntur ;) úbbs.
Er þetta ekki bara orðið ágætt í dag, ég held það.
Bið Guð almáttugan og englahirð hans að vaka yfir ykkur hvar sem þið kunnið að vera.
Yours truly,
<°((()>< Hörður ><()))°>
Ummæli