Þetta er búin að vera meiri brælu dagurinn og dollan búin að velta fyrir lífstíð.
Við tókum trollið inn fyrir klukkan fimm í morgun og héldum sjó til klukkan sex í kvöld. Já það er svo sem ekki mikið annað að segja, hér eru menn ósofnir og slæptir eftir allan veltinginn, og honum er hreint ekki lokið. Það verður svona kaldaskítur eftir kortinu næstu daga ;(.
Það sem ég verð að halda mér með annarri hendi meðan ég reyni að pára þetta þá læt ég þetta duga í dag.
Guð geimi ykkur hvar sem þið eruð.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi