..::Lífsmark::.. Ég fékk mér frí frá tölvunni í sumar og setti ekki staf inn, sé svo sem að það hafi skipt neinu, allavega kvartaði enginn. En hvað sem því líður þá átti ég alveg rosalega gott frí heima á Islandi, mér fannst ég hafa náð að gera meira en oft áður þótt það liggi ekki mikið eftir mig í sýnilegum verkum. Ég er enn þjakaður af skriftleti en vonandi næ ég að hrista hana af mér fljótlega. Það eru nokkrir dagar síðan ég kom um borð aftur og erum við núna að byrja löndun utan við Dakhla (West Sahara), þetta er allt sama sniði og áður hér um borð, eiginlega allt eins, kötturinn á sínum stað og allir ánægðir ;). Læt þetta duga í bili. Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur......................
Færslur
Sýnir færslur frá september 7, 2008