..::Það er nefnilega það::.. Ég var eiginlega búin að ákveða það að sleppa þessu bloggi í dag enda er ég yfirkeirður á sál og líkama eftir daginn, ekki minn dagur en kannski verður morgundagurinn minn dagur hver veit. Sagði ekki Jóhanna um árið "Minn dagur mun koma!" og hvað gerðist? hennar dagur kom. Já það þíðir ekki hætishót að vera með eitthvað væl og missa trúna á sér og sínum, þótt móti blási. Í dag var þriðji blíðviðrisdagurinn í röð, það þykir víst merkilegt hérna í Marocco, en samkvæmt sögusögnum er hér oftar en ekki skítviðri með tilheyrandi velting og sérstökum leiðindum í löndunum, endalausum endaslitum og veseni. Já svona einhvernvegin var lýsingin á veðrinu í Marocco sem við fengum. En enn sem komið er hefur þetta verið sama tuggan og í næsta sandkassa sunnan við, hvað sem verður svo seinna, en vonandi er þetta allt ofsögum sagt. Mynd dagsins tók ég í löndunninni og er hún af einhverjum nótapramma sem silgdi hjá. Þá verður þetta ekki lengra í bili, góða helgi...
Færslur
Sýnir færslur frá nóvember 4, 2007
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..:: Seyður yvirkoyrdur::.. Ekki mikið um þennan daginn að segja, frekar rólegt yfir öllu, veiðum veðri o.s.f.v. Jakob vinur minn og seyðaBóndi á Þorfinnstöðum sendi mér link sem bjargaði deginum. Linkurinn vísaði á síðu sem heitir http://www.bondi.fo/ og er vefsíða er Bóndafélag Færeyja heldur úti. Endilega gefið ykkur tíma til að renna yfir þessa síðu. Það sem bar síðuna uppi að mínu mati var “Seyður yvirkoyrdur” þar er talað um hvað skal gert skal ef svo óheppilega vill til að maður keiri á sauð. Hér er smá brot af því sem fyrir augu ber á þessari frábæru síðu. 4. Hvat kemur av skafti Tá nevndarlimir arbeiða við at rekruterað limir til felagið er ein av mest brúktu undanførðslunum fyri at gerast limur, at limirnir fáa einki fyri limagjaldið! Eg kann líka so gott verða uttanfyri tí felagið gerð einki fyri einstakar limir. Stórsti parturin av føroyingunum hava áhuga fyri seyðahaldi. Já það þarf ekki mikið til að gleðja mig :). Að öðru leiti er ekki mikið að frétta. Mynd dagsins er f
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Silgdum í dag :)::.. Þá erum við loksins lausir frá Dakhla, en það var farið að styttast í legusár hjá okkur þarna á þessari Guðsvoluðu ytrihöfn ef nota má svo fínt orð yfir skipaleguna. Síðastliðna nótt kláruðum við að landa og þá var ekkert annað eftir en að bíða eftir nýjum eftirlitsmanni, en við máttum ekki skipta fyrr en eftir löndun, og og það gerist ekki nema á vinnutíma. Mér var tilkynnt það með viðhöfn í gærkvöldi að nýr eftirlitsmaður yrði ferjaður um borð klukkan tíu stundvíslega og sama ferð yrði notuð til að taka hinn í land. Ekki var til umræðu að gera þetta eitthvað fyrr. Um tíu í morgunn hringdi ég svo í umbann, hann var þá að mæta á höfnina og sagðist leggja af stað eftir 10mín, ekki slæmt miðað við hnattstöðu okkar, ég samgladdist umbanum og beið þægur og góður eftir því sem verða vildi. Um ellefu leitið var svo öll hersingin komin um borð og tók það ekki nema 40mín að afgreiða málin svo við gætum haldið til hafs. Korter í tólf silgdum við svo af stað í blíðunni,
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Still stuck here::.. Dakhla hvað annað, enn erum við fastir hér, en við erum búnir að pumpa svartagullinu og Agios Isidoras er farinn, þá er bara eftir að klára þessa fraktdós sem virðist vera að gróa föst á síðuna á okkur. En vonandi klárast þetta í nótt eða fyrramálið. Merkileg frétt sem ég las á Vísir í morgun, einhver Norðmaður vildi borga 3kúlur fyrir að fá að ríða hesti, það er svo sem ekki svo merkilegt, eru menn ekki að ríða hestum alla daga. En þessi einstaklingur vildi annarskonar ríðingar en flestir stunda opinberlega á hestum. Samkvæmt fréttinni þá er ekkert í Norskum lögum sem bannar mönnum að hafa mök við dýr svo framarlega sem dýrin hjóta ekki skaða af. Þetta er alltaf að koma betur og betur í ljós með frændur okkar Norðmenn eins og sumir vilja kalla þá. Líklega hefur forfeðrum okkar ofboðið þessi öfuuggaháttur í samlöndum sínum og ákveðið að hverfa burt frá þessum ósóma, í einhverjum hefur samt blundað eðli til dýraseringa og voru þeir settir af í Færeyjum, það gæt
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Svartagullið kemur::.. Enn liggjum við á legunni í Dakhla og löndum, þetta tekur allt sinn tíma hérna á mörkum siðmenningarinnar. Í morgun þurftum við að snara króknum upp og færa okkur 2.8sml nær landi. Þessi færsla tengist brottflutning Spanjólanna sem þurftu að komast í flug í morgun. Þar sem við vorum svona óskaplega langt frá landi var það talið algjörlega ófært að sigla svo langt frá landi og sækja karlana, bæði her hafnaryfirvöld og siglingarfræðingar Marocco töldu þetta ófært með öllu, við þessu var ekkert annað að gera en að ræsa höfuðmótorinn hysja krókinn upp og lulla með fraktdolluna á síðunni þessa ógnarvegalengd, veglengd sem skildi milli heims og helju að mati siglingrarfróðra manna hér á mörkum siðmenningarinnar. Næsta mál á dagskrá er svo olíutaka, en nú er að mæta til okkar tankari fullur af svartagullinu, já ég segi svartagulli því þessi olíudrulla hefur hækkað um rúm 40% síðan á miðju ári. Dallurinn sagðist verða hér um miðjan dag og verður það ekki fjarri lagi
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Dakhla road 20°C::.. Jahhahá það munar ekki um það, annar dagurinn í röð sem ég nenni að sinna ritSveltri síðunni minni. Já ég ákvað að nota dauða tímann og lappa aðeins upp á það sem ég vissi að væri í ólagi á síðunni okkar, t.d vefmyndavélarnar. Einnig tók ég aðeins til á tenglasíðunni en hún er samt sem áður alls ekki að gera sig, ég veit samt ekki hvort ég geri nokkuð í því núna. En það bættust við nokkrar heimasíður Skipa og tvær myndasíður sem vert er að kíkja á. Annars er ekki mikið í fréttum héðan. Við erum að landa yfir í Sun Beuty, við byrjuðum á að hífa úr honum vistir og umbúðir í gærmorgun, dót sem hann kom með frá Canary fyrir okkur, þegar því var lokið var byrjað að landa. Janus kom með þrjá Spanjóla til okkar í nótt en þeir voru að vinna við niðursetningu á skemmti-Legum sem gáfu sig í Janusi, hérna áttu þeir svo að gista fram á miðjan dag í dag en þá átti bátur frá Dakhla að sækja þá. Ekki veit ég hvernig farið hefur verið með þessa karlræfla í Janusi, en það hefur