..::Silgdum í dag :)::..
Þá erum við loksins lausir frá Dakhla, en það var farið að styttast í legusár hjá okkur þarna á þessari Guðsvoluðu ytrihöfn ef nota má svo fínt orð yfir skipaleguna.
Síðastliðna nótt kláruðum við að landa og þá var ekkert annað eftir en að bíða eftir nýjum eftirlitsmanni, en við máttum ekki skipta fyrr en eftir löndun, og og það gerist ekki nema á vinnutíma.
Mér var tilkynnt það með viðhöfn í gærkvöldi að nýr eftirlitsmaður yrði ferjaður um borð klukkan tíu stundvíslega og sama ferð yrði notuð til að taka hinn í land. Ekki var til umræðu að gera þetta eitthvað fyrr.
Um tíu í morgunn hringdi ég svo í umbann, hann var þá að mæta á höfnina og sagðist leggja af stað eftir 10mín, ekki slæmt miðað við hnattstöðu okkar, ég samgladdist umbanum og beið þægur og góður eftir því sem verða vildi.
Um ellefu leitið var svo öll hersingin komin um borð og tók það ekki nema 40mín að afgreiða málin svo við gætum haldið til hafs.
Korter í tólf silgdum við svo af stað í blíðunni, með tómt skip og nýjan eftirlitsmann.
Við eyddum svo því se eftir var af deginum í siglingu á miðin, með tveim smá útúrdúrum sem ekki skiluðu miklu.
Þannig leið þessi dagurinn, í einmuna logni og blíðu.
Mynd dagsins er af bátkrílinu sem umbinn flutti eftirlitsmennina í.
Reynið svo að fremsta megni að vera góð við hvort annað, það kostar ekkert, eitt af því fáa sem enn er frítt ;)........
Þá erum við loksins lausir frá Dakhla, en það var farið að styttast í legusár hjá okkur þarna á þessari Guðsvoluðu ytrihöfn ef nota má svo fínt orð yfir skipaleguna.
Síðastliðna nótt kláruðum við að landa og þá var ekkert annað eftir en að bíða eftir nýjum eftirlitsmanni, en við máttum ekki skipta fyrr en eftir löndun, og og það gerist ekki nema á vinnutíma.
Mér var tilkynnt það með viðhöfn í gærkvöldi að nýr eftirlitsmaður yrði ferjaður um borð klukkan tíu stundvíslega og sama ferð yrði notuð til að taka hinn í land. Ekki var til umræðu að gera þetta eitthvað fyrr.
Um tíu í morgunn hringdi ég svo í umbann, hann var þá að mæta á höfnina og sagðist leggja af stað eftir 10mín, ekki slæmt miðað við hnattstöðu okkar, ég samgladdist umbanum og beið þægur og góður eftir því sem verða vildi.
Um ellefu leitið var svo öll hersingin komin um borð og tók það ekki nema 40mín að afgreiða málin svo við gætum haldið til hafs.
Korter í tólf silgdum við svo af stað í blíðunni, með tómt skip og nýjan eftirlitsmann.
Við eyddum svo því se eftir var af deginum í siglingu á miðin, með tveim smá útúrdúrum sem ekki skiluðu miklu.
Þannig leið þessi dagurinn, í einmuna logni og blíðu.
Mynd dagsins er af bátkrílinu sem umbinn flutti eftirlitsmennina í.
Reynið svo að fremsta megni að vera góð við hvort annað, það kostar ekkert, eitt af því fáa sem enn er frítt ;)........
Ummæli