..::Það er nefnilega það::..
Ég var eiginlega búin að ákveða það að sleppa þessu bloggi í dag enda er ég yfirkeirður á sál og líkama eftir daginn, ekki minn dagur en kannski verður morgundagurinn minn dagur hver veit.

Sagði ekki Jóhanna um árið "Minn dagur mun koma!" og hvað gerðist? hennar dagur kom.

Já það þíðir ekki hætishót að vera með eitthvað væl og missa trúna á sér og sínum, þótt móti blási.

Í dag var þriðji blíðviðrisdagurinn í röð, það þykir víst merkilegt hérna í Marocco, en samkvæmt sögusögnum er hér oftar en ekki skítviðri með tilheyrandi velting og sérstökum leiðindum í löndunum, endalausum endaslitum og veseni.
Já svona einhvernvegin var lýsingin á veðrinu í Marocco sem við fengum.
En enn sem komið er hefur þetta verið sama tuggan og í næsta sandkassa sunnan við, hvað sem verður svo seinna, en vonandi er þetta allt ofsögum sagt.

Mynd dagsins tók ég í löndunninni og er hún af einhverjum nótapramma sem silgdi hjá.

Þá verður þetta ekki lengra í bili, góða helgi................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi