..::Dakhla road 20°C::..
Jahhahá það munar ekki um það, annar dagurinn í röð sem ég nenni að sinna ritSveltri síðunni minni.

Já ég ákvað að nota dauða tímann og lappa aðeins upp á það sem ég vissi að væri í ólagi á síðunni okkar, t.d vefmyndavélarnar.
Einnig tók ég aðeins til á tenglasíðunni en hún er samt sem áður alls ekki að gera sig, ég veit samt ekki hvort ég geri nokkuð í því núna.
En það bættust við nokkrar heimasíður Skipa og tvær myndasíður sem vert er að kíkja á.

Annars er ekki mikið í fréttum héðan. Við erum að landa yfir í Sun Beuty, við byrjuðum á að hífa úr honum vistir og umbúðir í gærmorgun, dót sem hann kom með frá Canary fyrir okkur, þegar því var lokið var byrjað að landa.
Janus kom með þrjá Spanjóla til okkar í nótt en þeir voru að vinna við niðursetningu á skemmti-Legum sem gáfu sig í Janusi, hérna áttu þeir svo að gista fram á miðjan dag í dag en þá átti bátur frá Dakhla að sækja þá.
Ekki veit ég hvernig farið hefur verið með þessa karlræfla í Janusi, en það hefur ekki heyrst né sést tangur eða tetur af þeim síðan þeir komu um borð.
Enn bólar ekkert á farskjótanum sem átti að sækja þá, huh en hvað um það ekki mitt mál....

Í gærkvöldi tilkynnti svo læknirinn mér að hugsanlega væri ein áhafnarmeðlimurinn með botlangabólgu. Hann var reiðubúin til að opna þann sjúka og fjarlægja meinið en taldi samt að aðstaðan hér væri ekki alveg nógu góð til að framkvæma verkið.
Ég er honum hjartanlega sammála og vona að það komi ekki til þess að það þurfi að opna fólk hérna um borð, ekki það að ég treysti ekki manninum nene nei hann myndi klára sig flott frá svona aðgerð ef hann hefði skurðstofu.
Að eigin sögn er hann búin að framkvæma yfir 1000 aðgerðir í hafi og ég sé enga ástæðu til að rengja það.......

Síðastliðna nótt eyddi ég drjúgum tíma í að skoða vefsíður sem bjóða upp á mótorhjólaferðir, ég fann aðila hérna í Marocco sem bíður upp á slíkar ferðir, það væri náttúrulega algjör snilld að komast einhvertímann í svona ferð.
Fyrir þá sem áhuga hafa þá er hérna hlekkur á síðuna hjá þeim.

Læt þetta nægja í dag.
Bið Guðs engla að flögra yfir ykkur......................................

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Gaman að bloggfingurinn er vaknaður kær kveðja Pabbi

Vinsælar færslur af þessu bloggi