..::Pandalus Borealis::..
Suðsuðvestan golukaldi þokubakkar og úrhellisrigningarskúrir, hiti 14-16°C. Svona hljómar veðurlýsingin af þúfunni þennan daginn.
Ekki veit ég hvað veldur þessari örvæntingu englanna, en þeir virðast bresta í grát hvað eftir annað og fossa þá tár þeirra niður úr háloftunum.
Pandalus Borealis er vísindaheitið yfir rækjupöddurnar sem við erum að sækjast eftir, svo gengur greyið undir hinum ymsu nöfnum, allt eftir því hvaða tungumál er notað.
Norska - Reke, Enska - Shrimp/Prawn, Þýska - Tiefseegarnele, Danska - Dyphavsreje,
Franska - Cervette nordique, Spænska - Camarón norteno, Portugalska - Camarao árctico. Ef þið leggið þetta á minnið þá ættuð þið að geta pantað ykkur Rækju án vandræða víðast hvar í heiminum. Ég mæli með rækjuáti hehe, étið sem mest af þessum pöddum svo að eftirspurn aukist og verðið hækki, ekki veitir okkur ræflunum af smá verðhækkun :).
Og nýjasta nýtt, dollan yfirgaf Newfie í gærkvöldi og lallaði af stað til Íslands.Nú verður maður að...
Færslur
Sýnir færslur frá ágúst 15, 2004
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Skratt!::..
Lítil eftirtekja eftir nóttina og trollið "Skratt" eins og þeir orða það nágrannar okkar í suðaustri, á Íslenskri tungu er yfirleitt notað "rifið" þegar trollið verður fyrir slíkri ólukku, en færeyingar nota önnur orð sem oft eru ansi skondin, t.d er það sem við köllum dauðalegg kallað millibrella á færeysku.
Hitt trollið sveif út og dekkenglarnir fóru í að stykkja og sauma dræsuna saman, núna seinnipartinn eru þeir svo að signa yfir verkið og ganga frá nýviðgerðu trollinu.
En þetta fylgir þessu veiðiskap og öðru hverju kemur þetta eitthvað lasið upp úr djúpinu, þá reinir á netakunnáttuna og saumaskapinn, vaktin verður saumaklúbbur sem bogra eins og girðingalykkjur yfir trollinu.
Andvarinn er búin að redda sinni vélabilun og Atlas sigldi út frá St.Johns í morgun eftir viðgerðarstopp þar, svo nú fjölgar hægt og bítandi á þúfunni eftir frekar fámenna viku.
Eyborg og Artic Víking komu úr landi og byrjuðu veiðar í gær, einn kemur þegar annar fer en ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Margt býr í þokunni::.
Aftur er komin vindgustur og nú er blásturinn suðvestan, ekki neitt afgerandi en pirrandi á skipi sem lætur illa af stjórn undir veiðarfærum, maður hrekst undan vindum og straumum eins og villiráfandi sauður, með teyjuna á stýripinnanum "arrg!".
Eitthvað hefur skipunum fjölgað hérna á Norðurendanum þó ekki geti ég sagt til um nöfnin á þeim öllum, þetta eru bara punktar á blindflugsgræjunum sem svífa um skjáinn eins og vofur og leinast í þokunni.
Þó mætti ég einu skipi áðan sem ég þekkti, skip sem einhvertíman hafði þann vafasama heiður að vera ljótasta skip Íslenska flotans, það hafði verið lengt allra skipa mest og átti heimahöfn í Hrísey. Nú siglir þetta fley undir fána Litháen og er skráð í Klaipeda, en hefur samt enn sitt gamla Íslenska nafn.
Áðan þegar þetta skip seig út úr þokunni hélt ég að ég væri að mæta gömlum Bedford vörubíl, en þegar nær dró skýrðist myndin og Eyborgin kom í ljós í öllu sínu veldi og glæsileik.
Þetta verður að duga ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Bráðsmitandi::..
Svo virðist sem að þessi bilanasjúkdómur sem herjar á þær skútur sem gerðar eru út á þessa hundaþúfu sé bráðsmitandi, einhverskonar ebólu faraldur sem legst á skip.
Síðasta fórnarlamb hinnar illræmdu sóttar var Andvari en hann lamaðist um miðjan dag í gær og staulaðist svo eitthvert vestur á bóginn í morgun, að vísu var það ekki mjög alvarleg sýking, en það sem bilaði var ekki til um borð svo að þeir voru FUCKT eins og grislingarnir orða það.
Og bræla var það heillin í dag, en eftir langvarandi blíðvirði þá flokkar maður allan vind undir brælu :), kannski ekki bræla en kaldaskítur var það.
Þegar leið á daginn þá dró úr þessum fræsing og nú í kvöld er þetta alls ekki svo galið, suðaustan fjórir rigningarþokusuddi og sjóslampandi.
Ekkert brúnkubökunarveður fyrir Rúsínuna í dag :(, hann hefur sjálfsagt skráð í sína dagbók "INNIDAGUR".
Rétt fyrir kvöldmatinn drattaðist ég út á pall til að kasta af mér þvagi, eða með örðum orðum þá fór ég út að þvagsýruþ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Vafasöm nafngift::..
Fyrir nokkrum árum var visst svæði hérna á hattinum skýrt skítahorn eða pokahorn, ástæðan fyrir þessari nafngift var stærðin á rækjupöddunum sem þar fengust.
Nú hafa miklar breytingar átt sér stað á þessari veiðislóð, svona heilt yfir.
Þar sem áður var stór og góð rækja er nú eintómt rusl. Ekki sé ég neina ástæðu til þess að vera að draga neitt sérstakt svæði út og skýra það skítahorn/pokahorn þegar öll bleyðan er orði helsjúk af smárækju, nær væri að kalla Hattinn skítahól nú eða pokahól, en þetta eru bara hugleiðingar mínar og sitt sýnist sjálfsagt hverjum og einum.
Og enn gengur sóttin yfir flotan og slær niður hverja skútuna á fætur annari, þetta fer að verða eins og í svartidauðanum um árið, tveir helltust úr lestinni í gær og þurftu að leita til hafnar vegna bilana, Taurus sigldi í land um miðjan dag í gær með bilaða grandaravindu, og svo kvaddi Borgin biluð í gærkvöldi en þar voru einhver vandræði með stefnisrör. Það er orðið frekar fámennt hérna á...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Ekki hugsa og alls ekki hafa skoðun á neinu::..
Jæja þá styttist í að ég verði búin að lesa hverja einustu skruddu sem í skútunni leynist, það eru orðin mörg ár síðan ég hef lesið svona mikið. En það er líkt með lesturinn hjá mér eins og tómatsósuna hjá sumum "Fyrst kemur ekkert og svo kemur allt!".
Þessi dagur er öðrum líkur og fátt sem beygði út af vananum sem er kannski eins gott. Það verður allt að vera eftir ritualinu annars fer allt úr skorðum hjá Lettnensku englunum okkar, þeir eru forritaðir fyrir visst plan og frá því má ekki kvika án þess að forritið frjósi eða fyllist af error meldingum. Samt er ekki hjá því komist að eitthvað fari úr skorðum öðru hverju og þá er voðinn vís.
Ég kannast svo sem við þennan forritsgalla frá Íslensku fólki sem ég hef unnið með en þar er það yfirleitt undantekning frekar en regla. Svo snýst það alveg við hjá Lettunum, þar er það frekar undantekning að þeir geti brugðist rétt við breittum aðstæðum.
Sennilega eru þetta leifar af g...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Laugardagur 14.ágúst 2004
..::Austfjarðarþoka::..
Vestan gola, þokusuddi og þær litlu fréttir sem á hattinum fæðast fjúka burt undan golunni og hverfa út í þokuna. Það er hálfgerð austfjarðaþoka í hausnum á manni svona daga, daga þar sem ekkert gerist og alltaf eru sömu væluraddirnar í talstöðinni.
Þetta rennur inn um annað og út um hitt og skrifast ekki í minnið, en getur orðið þreitandi að hlusta á hvað sumir eiga bágt.
Það eru þá frekar einhverjar annarlegar uppákomur sem vekja mann upp af dvalanum og fanga athyglina, t.d eru ófarir 3/4 Latvíuflotans sem hattin sækja misstíft, sú saga hæfir frekar gærdeginum þ.e.a.s hryllingsdeginum mikla "Föstudagsins 13".
Dollan lallaði af stað til lands með bilaða aðalvél í fyrrakvöld, ég þakka Guði fyrir að vera ekki lengur þar.
Í gær lagði svo Atlas af stað til St.John´s á annari aðalvélinni en gangráðurinn á hinni vélinni geispaði golunni, og síðustu fréttir sem ég heyrði af Arnarborg var að hún var að basla með bilað togspi...