..::Bráðsmitandi::..
Svo virðist sem að þessi bilanasjúkdómur sem herjar á þær skútur sem gerðar eru út á þessa hundaþúfu sé bráðsmitandi, einhverskonar ebólu faraldur sem legst á skip.
Síðasta fórnarlamb hinnar illræmdu sóttar var Andvari en hann lamaðist um miðjan dag í gær og staulaðist svo eitthvert vestur á bóginn í morgun, að vísu var það ekki mjög alvarleg sýking, en það sem bilaði var ekki til um borð svo að þeir voru FUCKT eins og grislingarnir orða það.
Og bræla var það heillin í dag, en eftir langvarandi blíðvirði þá flokkar maður allan vind undir brælu :), kannski ekki bræla en kaldaskítur var það.
Þegar leið á daginn þá dró úr þessum fræsing og nú í kvöld er þetta alls ekki svo galið, suðaustan fjórir rigningarþokusuddi og sjóslampandi.
Ekkert brúnkubökunarveður fyrir Rúsínuna í dag :(, hann hefur sjálfsagt skráð í sína dagbók "INNIDAGUR".
Rétt fyrir kvöldmatinn drattaðist ég út á pall til að kasta af mér þvagi, eða með örðum orðum þá fór ég út að þvagsýruþvo, hljómar það ekki betur? Jæja hvað um það, þegar þvotturinn stóð sem hæðst þá heyrði ég eitthvað hviss í fjarska, ekki hviss eins og þegar kerling mígur, frekar eins og einhverstaðar hvissaði út lofti.
Þar sem öll sýran var uppurin þá gekk ég frá búnaðinum og lagði við hlustir. Ekki var um að villast að loft streymdi út enhverstaðar, þegar ég var svo búin að staðsetja hvissið kom í ljós loftröraflækja úr eðalplasti sem einhvertíman hafði tilheyrt þriðja togspilinu, togspili sem nú er búið að fjarlægja.
Þegar ég var búin að gramsa ögn í snákasúpunni og staðsetja lekann þá náði ég í Olíuskvettarann í skítugu ketildraktinni og tilkynnti honum að ég væri búin að finna loftupsprettu. Í sameiningu fórum við félagarnir svo í að draga hvæsandi loftsnákinn út úr fylgsni sínu, svo styttum við kvikindið og þögguðum niður í honum.
Fyrir þá sem ekki vita hvað ketildrakt er þá þýðir það samfestingur á Færeysku.
Já þetta er það helsta sem á minn dag hefur drifið..................Amen!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi