..::Margt býr í þokunni::.
Aftur er komin vindgustur og nú er blásturinn suðvestan, ekki neitt afgerandi en pirrandi á skipi sem lætur illa af stjórn undir veiðarfærum, maður hrekst undan vindum og straumum eins og villiráfandi sauður, með teyjuna á stýripinnanum "arrg!".
Eitthvað hefur skipunum fjölgað hérna á Norðurendanum þó ekki geti ég sagt til um nöfnin á þeim öllum, þetta eru bara punktar á blindflugsgræjunum sem svífa um skjáinn eins og vofur og leinast í þokunni.
Þó mætti ég einu skipi áðan sem ég þekkti, skip sem einhvertíman hafði þann vafasama heiður að vera ljótasta skip Íslenska flotans, það hafði verið lengt allra skipa mest og átti heimahöfn í Hrísey. Nú siglir þetta fley undir fána Litháen og er skráð í Klaipeda, en hefur samt enn sitt gamla Íslenska nafn.
Áðan þegar þetta skip seig út úr þokunni hélt ég að ég væri að mæta gömlum Bedford vörubíl, en þegar nær dró skýrðist myndin og Eyborgin kom í ljós í öllu sínu veldi og glæsileik.
Þetta verður að duga í dag....

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi