..::Ekki hugsa og alls ekki hafa skoðun á neinu::..
Jæja þá styttist í að ég verði búin að lesa hverja einustu skruddu sem í skútunni leynist, það eru orðin mörg ár síðan ég hef lesið svona mikið. En það er líkt með lesturinn hjá mér eins og tómatsósuna hjá sumum "Fyrst kemur ekkert og svo kemur allt!".
Þessi dagur er öðrum líkur og fátt sem beygði út af vananum sem er kannski eins gott. Það verður allt að vera eftir ritualinu annars fer allt úr skorðum hjá Lettnensku englunum okkar, þeir eru forritaðir fyrir visst plan og frá því má ekki kvika án þess að forritið frjósi eða fyllist af error meldingum. Samt er ekki hjá því komist að eitthvað fari úr skorðum öðru hverju og þá er voðinn vís.
Ég kannast svo sem við þennan forritsgalla frá Íslensku fólki sem ég hef unnið með en þar er það yfirleitt undantekning frekar en regla. Svo snýst það alveg við hjá Lettunum, þar er það frekar undantekning að þeir geti brugðist rétt við breittum aðstæðum.
Sennilega eru þetta leifar af gamla Sovjet kerfinu þar sem ekki var ætlast til að þegnarnir hugsuðu eða hefðu sjálfstæðar skoðanir. En svo hrundi járntjaldið og eftir sat almúginn allslaus án hugsana og skoðana, fólk sem unnið hafði eins og vélmenni í alda raðir og var ekki í stakk búið til að takast á við þær nýju aðstæður sem allt í einu voru komnar eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Það tekur líklega einhverja mannsaldra að laga þessa forritunarvillu, ef það þá hefst nokkurtíman.
Ég ætti kannski frekar að taka mark á einhverju af því sem ég hef verið að lesa undanfarið heldur en að vera að velta mér upp úr forritsgöllum í austantjaldsfólkinu.
Í einhverri skruddunni sem ég var að lesa í stóð:
"Eina leiðin til farsældar er að hætta að hafa áhyggjur af því, sem við ekki fáum breytt."
Ég læt það verða lokaorðin í dag......................................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi