Færslur

Sýnir færslur frá október 23, 2005
..::Komin heim aftur::.. Það er orðin stund síðan ég bloggaði síðast, en þá var ég á leið suður og gerði ráð fyrir því að fara á sjó í framhaldinu, ég mætti í vinnu á mánudagsmorgun. Vikan fór svo í bið sem endaði með því að ákveðið var að ég hundskaðist heim aftur í enn meiri bið. Ég átti flug á föstudeginum en það var hólmaraheppni yfir þeim degi og var allt flug fellt niður vegna veðurs, hvað annað hehe. Ég fór til Haddó og dvaldi þar í góðu yfirlæti, það var gaman að sjá hvað litli frændi hafði stækkað og var orðin mannalegur :). Mamma og Pabbi áttu svo leið í bæinn, Haddó dúðaði litla krílið upp og við fórum með foreldrum okkar niður í Þorstein Bergmann sem er skranbúð ofan við slippinn. Mamma og pabbi voru að koma úr Garðinum á sumardekkjunum og sagði pabbi að það væri MARAUTT!. Þetta slapp nú allt saman en við systkinin stóðum á bremsunum í aftursætinu megnið af leiðinni skelfingu lostin hehe. Eftir skranbúðarferðina fórum við heim í Stangarholtið, þá var búið að aflýsa öllu flu