Færslur

Sýnir færslur frá desember 19, 2004
Korter fyrir jól gef ég mér smá tíma til að hripa niður nokkrar línur, línur sem kannski verða þær síðustu á þessu bloggi mínu ;). Þetta er búin að vera viðburðarríkur mánuður ekki er hægt að segja annað, ég er hættur á bátskrílinu og komin aftur í það sem virðist eiga best við mig, þ.e.a.s vinna með útlendingum. Skrif mín á þennan netmiðil hafa oft verið rangtúlkuð og notuð gegn mér, ég hef heyrt útundan mér allskyns yfirlýsingar um mitt ágæti frá misvitrum mönnum sem ég þekki ekki neitt en veit samt deili á, kannski má segja að maður gleymist ekki á meðan maður er milli tannanna á fólki en ég hef samt ákveðið að minnka þessi skrif eða fækka þeim svo mikið að þau hverfi alveg hehe. Upphaflega var þetta ætlað fyrir mig og mína en einhverra hluta vegna voru ansi margir sem áhuga höfðu á þessu pári mínu, sumir voru tilbúnir að della um mig allskyns óhróðri þar sem ég var ekki viðstaddur og gat þar með ekki svarað fyrir mig, þessir sömu aðilar höfðu samt ekki meiri kjark en svo að