..::Endapunkturinn fundinn::..
Í gær var smá veiðivottur sem fyllti mann bjartsýni en það varð svo ekki neitt úr því og það er bara ræfill hjá okkur í dag, allt komið í sama farið :( Já það fer að verða fátt sem kemur manni á óvart í þessari vitleysu hérna, maður getur verið nokkuð viss um að maður fær öngulinn á kaf í rassgatið þegar maður opnar augun á morgnanna.
En það þíðir ekkert að súta það þetta er bara svona, túrinn styttist óðfluga og yfirvélStrumpurinn tilkynnti mér hátíðlega í gær að vélasamstæður dollunnar hljóðnuðu vegna næringarskorts föstudaginn 27febrúar. Ætli það verði ekki betra að vera búin að binda dósina áður en sú stund rennur upp?. Samkvænt þessari spá Strumpsins þá eru ekki eftir nema 12-13 dagar, svona eftir því hvernig á málið er litið. Það væri haugalýgi ef ég segði að ég hefði tárast yfir þessum fréttum, innst inni var þetta mikill léttir. Það er alltaf erfitt að koma með lélegan túr að landi en það verður bara að horfast á við þá staðreynd og taka því
Færslur
Sýnir færslur frá febrúar 8, 2004
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
13. febrúar 2004
..::Angóru auga::..
Þær voru sjokkerandi fréttirnar í hádeginu í dag, "morð á Neskaupstað" ég hélt í fávisku minni að þetta væri fyrsta apríl gabb en við nánari athugun var bara 13febrúar, enda var þetta ekki í anda aprílgabba. Þetta var eitthvað svo óraunverulegt, en þetta er Ísland í dag og ekkert sem ég get við því gert :(.
Það er búið að kyngja niður snjó síðan í gærkvöldi, eða réttara sagt gengið á með éljum. Enn er þó fært á alla helstu staði dollunnar, og ekki þurfti að moka mig út í morgun :). Ef það væri ekki þessi snjókoma þá væri líklega fínasti þurrkur í dag, svona vinnukonusvali eins og kerlingin orðaði það. Á nútímamáli er bara sagt 15-20m/s það er allt sem segja þarf :)
Rækjupöddunum snjóar ekki niður á botninn í dag frekar en aðra daga og gengur þetta "spakliga" fyrir sig eins og þeir segja Færeyingarnir. Ég veit ekki hvaða vörpungur hentaði best til þessara pödduveiða þessa dagana á Flemish, en þetta antik sem við erum að
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Afmæli kokksins::..
Það er rólegur dagur hjá okkur í dag, vestan kaldi en ekkert til að vera að væla yfir. Siggi á Taurus kom og sótti kostinn í gærkvöldi, þetta komst yfir í fimm ferðum í tuðrunni hjá þeim og gekk alveg dillandi enda veðrið með því besta sem sést hefur á þessu ári.
Kokkurinn á afmæli í dag og var hinn kátasti með daginn, ég var búin að setja afmælisdaga allrar áhafnarinnar inn í minnistöfluna í tölvunni svo það poppar upp á skjáinn þegar einhver á afmæli. Þannig að hér um borð tekst engum að halda afmælinu sínu leyndu. Á miðnætti var prentað út blað sem á stóð "Happy birtday Vadim" og hengt upp í eldhúsinu svo þessi viðburður færi nú ekki fram hjá neinum. Ég er ekki frá því að kokkurinn hafi stækkað um einhverja sentimetra í nótt
:) og í tilefni dagsins bakaði afmælisbarnið snúða handa gestum og gangandi.
Ég spjallaði aðeins við stýrimanninn á Artic Viking áðan, hann vill kenna þessum þrálátu vestanáttum um aflabrestinn á bleyðunni "hesar
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Blíða með Bjéi::..
Í dag er BLÍÐA með stóru Bjéi, að öðru leiti er ekkert breitt.
En blíðan ein og sér gerir það að verkum að allir brosa hringinn og eru
hinir ánægðustu með lífið um borð í dollunni.
Það eru aftur á móti engin teikn á lofti um að rækjuveiðarnar séu á uppleið
hérna á hattinum og enn dregur úr því litla sem verið hefur, ekki veit ég
hvert þetta er að þróast en það er langur vegur frá því að hér ríki
bjartsýni hjá mönnum um framtíð veiðanna hérna. En þetta kemur allt í ljós
með tíð og tíma.
Ekki man ég hvort þið voruð búin að lesa þennan en hann stendur alltaf fyrir
sýnu svo ég dembi honum á ykkur :).
Two old ladies were chatting one day. They were talking about this and that
and the subject finally got around to sex. The first old lady said she
enjoyed sex now just as much as ever. The second old lady was surprised and
asked her what her secret was. The first old lady said when she hears her
husband pulling the car into the garage she hurri
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Endurtek::..
Endurtekning, þetta er sífelld endurtekning á því sama hjá mér, endalaus
bræla sem engan enda ætlar að taka. Ég hélt bara að þetta væri ekki hægt og
það hlytu að koma einhverjir góðir kaflar inn á milli, en aldeilis ekki
þetta helv.... virðist endalaust :(.
Þetta er tíðindalítið hjá okkur og gengur lífið hér um borð helst út á að
halda sér föstum með kjafti og klóm. Svo poppar upp eitt og eitt vandamál
sem þörf er á að leysa, það nýjasta var að það sprakk ofn í brúnni og
fosslak, þá var gott að vélastrumpurinn var lærður pípari svo fljótlegt var
að blinda lagnirnar, í framhaldinu sveif kolrústaður ofngarmurinn í hafið og
endaði á 262m dýpi í Breidd 47°14.9N Lengd 045°334W ef einhver hefði áhuga á
að nýta sér málminn :).
Og enn bíða kostbrettin fjögur á dekkinu. Matvælin sem við tókum með okkur
út fyrir Ontiku, hún fór heim og þá átti Eldborg að hirða góssið, Eldborg
bilaði og fór í land í gær svo Taurus er komin á lista yfir þá sem ágirnast
góssið. E
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Vatnslaust!::..
Í gærkvöldi hafði veðurguðinn blásið mestu vonskunni úr sér og gerði þá þokkalegasta veður, en hún valt maður minn lifandi. Það má segja að dósin hafi sýnt á sér nýja hlið í gær hvað velting varðar, því hún sló öll fyrri met og þóttist maður góður að ná að halda sér þegar verstu aríurnar gengu yfir, en allt tekur enda og þetta veltuæði var að rjátla af dósinni í morgun.
Þegar ég vaknaði í morgun var norðvestan gola og kafaldssnjókoma. Það var eins og það hefði verið breitt hvítt teppi yfir dolluna og allt var svo hreint og fínt á að líta, það eina sem skyggði á morgungleðina var að dósin var nánast á hliðinni. :(.
Anton æðstistrumpur æddi um allt í leit að opnum krana, annar vatnstankurinn var galtómur og það stefndi í að vantið úr hinum tanknum hyrfi sömu leið ef vandamálið fyndist ekki. En strumpurinn fann vandamálið fyrir rest og gat stöðvað rennslið ;), samstarfsmaður hans úr mótorhúsinu hafði verið að bæta vatni á höfuðmótorinn og gert það fyrir næstu ár
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Dansi dansi dollan mín::..
Hún rúllaði og skoppaði í nótt, og klukkan 07:00 gafst ég upp á að reina að skorða mig í fletinu og druslaðist fram úr. Við vorum rétt nýbúnir að hífa og vantaði tvær fyrstu spólurnar í safngripinn. Það var ekkert annað í stöðunni en að galla sig og fara að gera við drusluna :). Kiddi og trollmeistarinn voru með mér í þessu og svo var flaggarinn nýttur í að setja í nálar, þetta gekk prýðilega og var allt komið saman klappað og klárt klukkan 10:30. Við eigum alltaf klárar fyrstur tvær spólurnar svo að það er fljótlegt að henda þessu í, en mér þótti þetta eitthvað skrítið þegar ég var að sauma netið í. Þetta var samansett úr hinum og þessum renningum og partur var eins og það hefði rekið á fjöru fyrir margt löngu, þessi spólusnið eru á könnu trollmeistarana og í þeirra verkahring að eiga þetta klárt. Ég fer að spyrja Kidda hvort þetta sé úr einhverjum afgöngum, hann brosir og bendir á netið sem var allt í þornuðum þara og sagði, við fengum þetta upp með