..::Vatnslaust!::..
Í gærkvöldi hafði veðurguðinn blásið mestu vonskunni úr sér og gerði þá þokkalegasta veður, en hún valt maður minn lifandi. Það má segja að dósin hafi sýnt á sér nýja hlið í gær hvað velting varðar, því hún sló öll fyrri met og þóttist maður góður að ná að halda sér þegar verstu aríurnar gengu yfir, en allt tekur enda og þetta veltuæði var að rjátla af dósinni í morgun.

Þegar ég vaknaði í morgun var norðvestan gola og kafaldssnjókoma. Það var eins og það hefði verið breitt hvítt teppi yfir dolluna og allt var svo hreint og fínt á að líta, það eina sem skyggði á morgungleðina var að dósin var nánast á hliðinni. :(.

Anton æðstistrumpur æddi um allt í leit að opnum krana, annar vatnstankurinn var galtómur og það stefndi í að vantið úr hinum tanknum hyrfi sömu leið ef vandamálið fyndist ekki. En strumpurinn fann vandamálið fyrir rest og gat stöðvað rennslið ;), samstarfsmaður hans úr mótorhúsinu hafði verið að bæta vatni á höfuðmótorinn og gert það fyrir næstu árin ,). Hann hafði gleymt að skrúfa fyrir og skilið kranann eftir opin. Svo bunaði dýrmætt vatnið okkar út um yfirfallið og út í sjó, það fór vatninu okkar eins og minkabúinu forðum , það minnkaði þangað til það var búið. Svo nú getur Strumpurinn farið að eima í galtóman tankinn og smá saman réttist dollan við ;). Og dýrin í dollunni taka gleði sýna á ný þangað til næsta uppákoma mætir :).

Einn pramminn í viðbót bættist í hópinn í gær þegar Otto (Ex Dalborg) kom á vindblásna þúfuna, allir ætla þeir að fiska það sem þeir fengu í fyrra en verða svo stein stein hissa yfir ástandinu. Það er alltaf gott að fá fleiri skip, það ætti að auðvelda leitina að tíndu rækjunum :). Svona ef þau eru ekki of mörg, öllu má nú ofgera og það er stutt á yfir í ofnotkun á bleyðunni. En það er líka slæmt ef skipin eru of fá því þá er þetta eins og að leita að nál í heystakk ,).

Ekki þurfti að bíða lengi eftir næstu uppákomu, því í þessum skrifuðu orðum sprakk eitthvert rör á frystikerfinu svo helmingurinn af því kerfi lamaðist. Strumpurinn var fljótur að redda rörinu, en þá fór samsetningin að leka með pakkningu. En hann hlýtur að redda okkur einhvernvegin út úr þessu Strumpurinn annars stæði hann varla undir nafni.

Annars held ég að mótlæti sé að vissu marki til góða, hvernig ættu menn að meta góðu stundirnar ef þetta væri ein alsherjar flatneskja, og hvað væru þá góðar stundir? Svo má kannski segja að mótlætið sé misjafnlega metið af mannskepnunni, það sem einn telur vera mótlæti flokka aðrir undir góðar stundir og svo omvent ;).

En nú styttist í kvöldveisluna hjá eldastrumpi svo að ég fer að hætta þessu bulli.

En einn í safnið, svona fyrir broshrukkurnar :).

Virðulegur maður kemur inn á barinn á Sögu og pantar fjögur glös af XO koníaki. Þjónninn afgreiðir manninn strax og raðar glösunum snyrtilega á barborðið. Maðurinn sturtar í sig úr hverju glasinu á eftir öðru og er búinn með alla sjússanna áður en 5 mínútur eru liðnar. Þjónninn segir í
spurningartón: "það er eins og þér liggi á." "Þér myndi líka liggja á ef þú værir með það sama og ég," sagði maðurinn. "Hvað ertu eiginlega með?" spurði þjónninn í samúðartón. "Bara fimmtíu kall."

Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur og vermda fyrir öllu vondu og ljótu. Þetta er ekki svo galið eftir allt, bros og jákvæðni er allt sem þarf.


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi