..::Afmæli kokksins::..

Það er rólegur dagur hjá okkur í dag, vestan kaldi en ekkert til að vera að væla yfir. Siggi á Taurus kom og sótti kostinn í gærkvöldi, þetta komst yfir í fimm ferðum í tuðrunni hjá þeim og gekk alveg dillandi enda veðrið með því besta sem sést hefur á þessu ári.

Kokkurinn á afmæli í dag og var hinn kátasti með daginn, ég var búin að setja afmælisdaga allrar áhafnarinnar inn í minnistöfluna í tölvunni svo það poppar upp á skjáinn þegar einhver á afmæli. Þannig að hér um borð tekst engum að halda afmælinu sínu leyndu. Á miðnætti var prentað út blað sem á stóð "Happy birtday Vadim" og hengt upp í eldhúsinu svo þessi viðburður færi nú ekki fram hjá neinum. Ég er ekki frá því að kokkurinn hafi stækkað um einhverja sentimetra í nótt
:) og í tilefni dagsins bakaði afmælisbarnið snúða handa gestum og gangandi.

Ég spjallaði aðeins við stýrimanninn á Artic Viking áðan, hann vill kenna þessum þrálátu vestanáttum um aflabrestinn á bleyðunni "hesar vestanáttir drepa allar rekur á flemska!" sagði hann orðrétt, svo eftir því þarf ekkert annað en aðra vindátt og þá ætti þetta að fara að koma :).

Og þá er það ekki meira í fréttum af okkur vesalingunum.

Bið æðstráðandi skýjum ofar að líta eftir ykkur :)


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi