Færslur

Sýnir færslur frá maí 11, 2008
Mynd
..::1967 var árið sem......::.. Jú það var akkúrat það sem ég ætlaði að fara að gera, enda hálfskammast ég mín fyrir skriftletina. Laugardagur. Fermingarveisla í Ólafsfirði, matur mikill og góður, matur sem við tróðum okkur út af. Sunnudagur. Fermingarveisla á Dalvík og sama uppi á teningnum, matur sem rann ljúflega niður. Kannski ekki beint diet helgi en það verður tekið á því vandamáli seinna. Á mánudagsmorgun dreif ég mig í því að klára fléttuna á pallinum og var bara nokkuð snöggur að því, restin af deginum fór svo bara í eitthvað chill, ég fór aðeins á hjólið og þrusaði yfir í Ketilás og til baka, það er alltaf gaman að renna yfir Lágheiðina og fljótin á hjólinu. Í gær var svo aftur komin vinna og skóli svo ég notaði morguninn í að raka lóðina og tína upp rusl og drasl sem kom undan vetri, svo tók ég gamla trébotninn úr hjólageymslunni og kom honum í gámana ásamt öðru drasli sem átti þar heima. Það er á verkefnaskrá á steypa bílaplanið í sumar og því þarf að undirbúa það ferli aðe