..::Fjölskyldudagur::..
Í gærkvöldi kom Gummi smiður að hjálpa mér að mæla fyrir nýju útihurðinni. Gummi var heillengi að brasa í þessu með mér því það þurfti að rífa gerretin af til að ná steinmálinu, þegar allt var klappað og klárt þá vildi Gummi ekki taka krónu fyrir ómakið. Já menn eru misjafnir og Gummi taldi það ekki eftir sér að eiða tíma sínum í mig og mína launalaust á föstudagskvöldi ;).
Já það er alltaf eitthvað og útihurðin er það síðasta.
Við vorum búin að fara á heimasíðuna hjá trésmíðaverkstæðinu Berki á Akureyri en þeir eru með hreint frábæra síðu, þar getur maður valið saman hurð og karm og séð hvernig þetta lítur út.
Þegar þú ert ákveðin þá geturðu prentað út pöntunarblaðið þar sem allar upplýsingar liggja fyrir á. Það tók okkur smá tíma að ákveða hvernig hurð og karm við vildum, en tæknin hjálpaði aðeins. Ég fór bara og tók mynd af skúrnum klippti svo gömlu hurðina úr í photoshop og mátaði hugmyndirnar í.
Fyrir valinu verð þessi hurð, en hún verður hvít ekki ...
Færslur
Sýnir færslur frá mars 7, 2004
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Kaktusinn káti::..
Byrjaði daginn á því að skutla grislingunum í skólann, svo fór ég með drossíuna í smurningu og pantaði í leiðinni tíma í skoðun.
Ég rétt slepp fyrir horn með skoðunina því endinn á númerinu er 1.
Guðný er ekki í skólanum á föstudögum svo hún var eins og stormsveipur í að skúra skrúbba og bóna, ég fylgdist áhugasamur með ;).
Þegar búið var að taka stofuna sá ég að kaktus sem við eigum var farin að halla eitthvað undir flatt, ætlaði ég eitthvað að laga þetta gerpi til.
Leikar fóru þannig að gerpið lagðist á hliðina og gusaði moldinni í allar áttir í fallinu, úbbs ég sá fyrir mér smíðaskemmuna í hillingum ;).
En ég slapp við skemmuna með þeim skilmálum að ég kæmi þessari skaðræðisjurt í poka og fjarlægði hana úr húsinu, viðaði ég að mér búnaði í verkið og hafðist handa.
Það var ekki nokkur leið að koma nálægt helvítinu nema brynjaður þykkum vettlingum, ég hlutaði svo jurtina niður í réttar lengdir með dúkahníf og kom honum í poka og út úr kofanum. Eftir ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Part two::..
Fór til hnykk-nuddarans eftir hádegi og lét hann braka og bresta í mér eins og gömlum skúr, en það var gott og greinilegt að það þurfti að hreifa við þessu drasli.
Það er náttúrulega snilld að hafa aðgang að svona þjónustu hérna heima.
Ég fór svo niður á verkstæði og fékk körfuna hans Einars viðgerða, hún kengbognaði öll undan snjónum í vetur og svo brotnuðu upp suður þegar ég var að rétta gripinn.
Ég hafði keypt nýtt NBA net í körfuna úti í Kanada svo að það varð að koma þessu í stand, það var fljótlegt að sjóða þetta saman og koma henni upp aftur.
Fékk fréttir úr dollunni í dag, rafalinn verður líklega ekki komin í fyrr en eftir helgi :(.
En tíminn er vel notaður, hinn rafalinn er í upptekt ásamt því að ljósavélin sjálf verður yfirfarin. Þá ættu báðar ljósavélarnar og rafalar að verða eins og nýjar, svo er verið að kíkja eitthvað á höfuðmótorinn.
Já Jón situr sjaldnast auðum höndum og hann er víst líka búin að taka frystikerfið í nefið síðan hann kom ú...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Skrautlegt::..
Fór á lappir með öllu genginu mínu, keyrði svo krökkunum í skólann, Guðný þarf ekki að vera komin inneftir fyrr en níu á morgnanna svo að hún þarf ekki að fara fyrr en korter yfir átta.
Hellti mér upp á te og settist svo fyrir framan imbann, þegar morgunþátturinn var búin og þessi hrikalega sápuópera byrjaði þá flúði ég í tölvuna.
Lagaði aðeins bloggið mitt til, setti þennan fína engil inn og spáði aðeins í HTML þetta stoppar stutt við í höfðinu á mér.
Svo smellti ég nokkrum myndum inn, þetta kemur smátt og smátt og hér er af nógu að taka.
Gaman að sjá að litla systir er byrjuð að blogga aftur, hún er greinilega að taka það út sem við sjómennirnir og okkar fjölskyldur þurfum að berjast við.
Viðskilnaðurinn er ekki alltaf auðveldur, en með bjartsýni og réttu hugarfari verður þetta auðveldara. Bara að passa sig á því að hugga sig ekki um of á gúmmilaðinu :).
Jæja það er best að fara gera kaffikönnuna klára og búa um bælið áður er daman kemur úr skólanum ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Nokkrar línur::..
Druslaðist á lappir klukkan átta í morgun og lét mér hundleiðast fram að hádegi, ekkert að gera nema góna á Ísland í bítið eða hanga í tölvunni.
Ég verð eitthvað að endurskipuleggja mig og reina að rífa mig í gang aftur, þetta er ekki hægt, maður koðnar bara niður eins og sprungin blaðra loksins þegar maður er komin heim í frí ;).
Fékk tíma hjá hnykkjara á morgun svo nú á að reina að berja úr mér þessa slæmsku sem hefur verið í öxlinni á mér, hann verður sjálfsagt fljótur að redda því drengurinn.
Kiðlingurinn er komin til Íslands í frí, það er enn verið að bíða eftir varahlutum í rafalinn, þegar þeir mæta á eftir að vefja lakka baka og troða þessu saman og prufa.
Það tekur einhvern tíma svo Kiðlingurinn fékk smá pásu.
Er loksins búin að finna rétt tannhjól í vélhestinn, þ.e.a.s til að gíra gripinn aðeins niður, valið stóð um að minnka fremra tannhjólið eða stækka aftara tannhjólið.
Ég gat bara minnkað um eina að framan(annað var ekki til) svo að það...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Vor í lofti::..
Sumarblíða á Dalvík í dag og snjórinn á hröðu undanhaldi.
Ég setti saman hillusamstæðu sem við keyptum Handa Einari, einnig fékk grislingurinn nýtt rúm svo að þetta er allt á uppleið hjá honum :).
Svo varð að stappa gamla ruslinu í súbbann og bruna með það í gámana.
Það voru rosalegar fréttirnar af Baldvin Þorsteins, ég er hræddur um að það verði ansi erfitt að ná skipinu út. En auðvitað er fyrir mestu að mannskapurinn slapp óskaddaður úr þessum hremmingum.
Það hefur aðeins verið tekið til á heimasíðunni minni og er eitthvað af nýjum myndum komið inn ;).
Annars er ekkert í fréttum..........
En einhverjir fimmaura hafa rekið á fjörur mínar:
Gary og Erika voru að klæða sig eftir einn snöggan í aftursætinu. "Ég biðst afsökunar," sagði Gary. "Ef ég hefði vitað að þú værir hrein mey þá hefði ég gefið mér meiri tíma." "Það er ekki allt eins og það verður best á kosið," svaraði hún, "ef ég hefði vitað að þú hefðir me...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Sundafrek vikunnar á Dalvík::..
Var að vafra á netinu til 03 síðastliðna nótt, ég lenti inn á svo skemmtilega síðu að ég gat bara ekki hætt fyrr en ég var búin að skoða allar myndirnar. " Helgi Garðars myndasafn "
Já það eru ekki allir eins latir og ég að setja inn myndir, en ég ætla að fara að taka mig á :). Svo lenti ég í smá basli við að koma dóti inn á síðuna og gat ekki hætt fyrr en það var komið á hreint, þar kom Hólmara þverskan enn einu sinni í ljós.
Guðný og krakkarnir fóru í skólann klukkan átta og ég dottaði yfir Ísland í bítið.
Eftir hádegið fór ég svo í sund og ætlaði að vera þvílíkt duglegi að synda fékk lánuð sundgleraugu og alles, en en en ég komst aldrei lengra en í pottinn ;).
Eftir sundið sparkaði ég vélhestinum í gang og spýttist á honum eina ferð eftir sandinum og upp í fjall, svona til að ná úr mér mesta bensínhrollinum ;).
Nýjustu fréttir af dollunni eru þær að rafalinn verði ekki til fyrr en í næstu viku, og gera mestu svartsýnisr...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Ekkert í fréttum::...
Lítið að frétta af mér í dag, kom mér aldrei í að fara út að hjóla í dag þótt það hafi verið veðrið í það í dag.
Ég gramsaði upp smá smurning á skemmtilegurnar handa ykkur:
Lítil gömul kona kom í Hagkaup og setti 2 dósir af dýrasta kattarmatnum sem til var í innkaupakörfuna. Síðan fór hún að kassanum til að borga og sagði við kassadömuna "ekkert nema það besta handa litla kettlingnum mínum". Kassadaman sagði þá "því miður get ég ekki selt þér kattarmat nema að þú getir sannað það að þú eigir kettling, það er svo mikið af gömlu fólki sem kaupir kattarmat til að borða sjálft, verslunarstjórinn vill fá sönnun þess að þú eigir kött."
Litla gamla konan fór heim og náði í kettlinginn sinn og sýndi kassadömunni og fékk þá kattarmatinn keyptan.
Næsta dag fór litla gamla konan aftur í Hagkaup og í þetta skiptið setti hún pakka af hundakexi í innkaupakörfuna, sem hún ætlaði að gefa hundinum sínum yfir Jólin. Kassadaman sagði þá "þ...