..::Fjölskyldudagur::..

Í gærkvöldi kom Gummi smiður að hjálpa mér að mæla fyrir nýju útihurðinni. Gummi var heillengi að brasa í þessu með mér því það þurfti að rífa gerretin af til að ná steinmálinu, þegar allt var klappað og klárt þá vildi Gummi ekki taka krónu fyrir ómakið. Já menn eru misjafnir og Gummi taldi það ekki eftir sér að eiða tíma sínum í mig og mína launalaust á föstudagskvöldi ;).
Já það er alltaf eitthvað og útihurðin er það síðasta.
Við vorum búin að fara á heimasíðuna hjá trésmíðaverkstæðinu Berki á Akureyri en þeir eru með hreint frábæra síðu, þar getur maður valið saman hurð og karm og séð hvernig þetta lítur út.
Þegar þú ert ákveðin þá geturðu prentað út pöntunarblaðið þar sem allar upplýsingar liggja fyrir á. Það tók okkur smá tíma að ákveða hvernig hurð og karm við vildum, en tæknin hjálpaði aðeins. Ég fór bara og tók mynd af skúrnum klippti svo gömlu hurðina úr í photoshop og mátaði hugmyndirnar í.
Fyrir valinu verð þessi hurð, en hún verður hvít ekki viðarlit..




Það var f jölskyldudagur hjá okkur í dag, fórum inn á Akureyri i bíó og sáum Brother Bear frá Disney, hreint frábær teiknimynd.




Ég þurfti að koma aðeins við í tölvulistanum og kaupa nýja hátalara fyrir tölvuna, þeir gömlu þoldu ekki ungdóminn og voru sprungt á þessu.
En Hjördís verður örugglega lukkuleg með nýju hátalarana, vonandi hanga þeir eitthvað því annars springur skúrinn næst ofan af okkur.

Jú og svo er ég búin að setja link eftir bloggið þar sem fólk getur haft skoðanir og tjáð sig.

Annað er ekki í fréttum héðan í dag.

Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur hvert sem þið álpist.


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi