..::Kaktusinn káti::..

Byrjaði daginn á því að skutla grislingunum í skólann, svo fór ég með drossíuna í smurningu og pantaði í leiðinni tíma í skoðun.
Ég rétt slepp fyrir horn með skoðunina því endinn á númerinu er 1.

Guðný er ekki í skólanum á föstudögum svo hún var eins og stormsveipur í að skúra skrúbba og bóna, ég fylgdist áhugasamur með ;).
Þegar búið var að taka stofuna sá ég að kaktus sem við eigum var farin að halla eitthvað undir flatt, ætlaði ég eitthvað að laga þetta gerpi til.
Leikar fóru þannig að gerpið lagðist á hliðina og gusaði moldinni í allar áttir í fallinu, úbbs ég sá fyrir mér smíðaskemmuna í hillingum ;).
En ég slapp við skemmuna með þeim skilmálum að ég kæmi þessari skaðræðisjurt í poka og fjarlægði hana úr húsinu, viðaði ég að mér búnaði í verkið og hafðist handa.
Það var ekki nokkur leið að koma nálægt helvítinu nema brynjaður þykkum vettlingum, ég hlutaði svo jurtina niður í réttar lengdir með dúkahníf og kom honum í poka og út úr kofanum. Eftir viðureignina við kaktusinn varð ég að hreinsa vígvöllinn, það var létt verk og löðurmannslegt. Nú erum við sem sagt laus við þennan broddgölt jurtaríkisins, og ætla ég að vona að ég sjái ekki kaktus inni á þessu heimili aftur, þetta eru skaðræðisplöntur og oft vondar við menn og málleysingja.
Oft var ég búin að stinga mig á þessum skaðræðisgripum heima á Eskifirði þegar ég var krakki, mamma var með allar útgáfur af þessum vandræðagripum.

Jú alveg rétt ég mokaði inn nýrri gestabók á síðuna mína, sú gamla var mér erfið því ég var búin að tína lykilorðinu og komst ekki inn á hana, það var eiginlega eins hún væri flutt að heiman fyrir fullt og allt ;).
Einnig lagaði ég linkinn á síðuna hans Júlla sem er alltaf að verða betri og betri, reindar verð ég að játa það að ég festist dágóða stund á vefnum hans Júlla :).
Seinna linkaði á vefmyndavélina í skíðalandinu, það er víst það næsta sem hægt er að komast Dalvík live.

Ekki ætlar þetta að ganga þrautalaust fyrir Guðnýu með Danmerkurferðina, ekki séns að fá gistingu í Köben 4-8 Júní Flug-leiðir orðnir hund-leiðir og búnir að gefast upp á að redda gistingu, bentu á fínt gistiheimili en þar er fullt ;(. Gistiheimilið benti á næsta gistiheimili og nú er það komið í vinnslu hvort dömurnar fá inni þar.

Ekki finnst mér það mjög spennandi að þessir forheimsku hryðjuverkamenn séu farnir að sprengja á Spáni, og litla systir mín er þar í skóla.
Ég get bara ekki skilið hvað þessum vanvitum gengur til, hver er tilgangurinn með því að limlesta og drepa blásaklaust fólk í hundruða eða þúsunda tali? Af hverju í ósköpunum sprengja þessir hálfvitar sig ekki upp heima hjá sér, það kæmi heimsbyggðinni best.
Arrg verð að hætta að spá í þessu, þetta gerir mann pizzt...............................

Og aftur heim.............keypti mér einhvern vatnsfæluvökva sem ég úðaði á tröppurnar, setti svo upp grindur í fataskápinn hjá Einari.
Fékk svo eitthvert dugnaðarkast og þeyttist út um alla lóð og tíndi upp rusl, mikið agalega kemur mikið af plastdrasli og allskyns rusli undan snjónum þegar hann hverfur.
En núna er þetta orðið eins og hjá mönnum ;).......................

Þetta er það helsta sem á minn dag hefur drifið.

Vona að Himnaföðurinn og hans fylgisenglar gefi ykkur góða og hamingjusama helgi.


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi